Opnar sig um krabbameinið og skottulækna

Tom Hanks og eiginkona hans Rita Wilson.
Tom Hanks og eiginkona hans Rita Wilson. mbl.is/AFP

Fyrr á árinu greindi eiginkona Tom Hanks, leikkonan Rita Wilson, frá því að hún hefði gengist undir aðgerð þar sem bæði brjóst hennar voru fjarlægð. Wilson greindist með krabbamein í brjóstum fyrir ári síðan, en nú lítur út fyrir að hún hafi sigrast á sjúkdómnum.

Hanks tjáði sig um veikindi konu sinnar í viðtali við Daily Mail, þar sem hann hrósaði hugrekki hennar. Auk þess skaut hann föstum skotum að skottulæknum, sem hann segist vilja hagnast á veikindum fólks.

„Við vitum öll hverskonar helvíti veikindi sem þessi hafa í för með sér. Þau koma eins og þruma úr heiðskýru lofti og það er ekkert annað í stöðunni en að setja lífið á bið til þess að geta sinnt þeim mýgrút af verkefnum sem þeim fylgja.“

„Rita fékk greininguna síðastliðinn desember, sem þýðir að síðustu jól og áramót voru með gjörólíku sniði en við erum vön. Nú erum við hér, ári síðar, og hún virðist hafa sigrast á veikindunum.“

„Við erum lánsöm því við höfum efni á bestu læknisþjónustu sem völ er á. Við vissum það allan tímann, en engu að síður get ég ekki annað gert en dáðst að hugrekki konu minnar.“

Hanks segist hafa orðið var við skottulækna sem hafi reynt að hagnast á veikindum eiginkonunnar.

„Það er til fólk þarna úti sem reynir að hagnast á þér þegar það fréttir að þú þjáist af ákveðnum sjúkdómum, sér í lagi krabbameini.“

„Þessir einstaklingar ýta að þér ákveðnum aðgerðum sem hugsanlega hafa eitthvað örlítið læknisfræðilegt gildi, eða öðrum sem verða að teljast algerar skottulækningar. Allt frá því að segja fólki að leita til einhverrar heilsugæslustöðvar í Bólivíu sem á að geta læknað fólk, eða að lifa eingöngu á ferskjusteinum, eða eitthvað álíka klikkað.“

„En guð blessi konuna mína, og hugrekki hennar. Við erum afar heppin.“

Hanks og Wilson hafa verið gift í 27 ár.
Hanks og Wilson hafa verið gift í 27 ár. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup