Tjáði sig um móðurmissinn

Harry Bretaprins er duglegur við að láta gott af sér …
Harry Bretaprins er duglegur við að láta gott af sér leiða. mbl.is/AFP

Harry Bretaprins vígði í gær munaðarleys­ingja­hæli í Lesot­ho, Afr­íku, fyr­ir börn sem smituð eru af HIV og AIDS. Góðgerðarfé­lag Harrys, Sentebale, byggði hælið en prins­inn heim­sótti landið fyrst fyr­ir 11 árum.

Lesot­ho er eitt minnsta land í heim­in­um, en tíðni HIV er engu að síður ein sú hæsta á heimsvísu.

Í opn­un­ar­ræðu sinni talaði prins­inn um móður­missinn, sem hann seg­ir hafa skilið eft­ir gapandi sár í hjarta sínu.

„Fyr­ir 11 árum heim­sótti ég Lesot­ho í fyrsta sinn. Á ferðalagi mínu var ég sleg­inn yfir því hversu líf margra barna hafði verið lagt í rúst vegna þess að þau höfðu misst for­eldra sína.“

„Ég trúði því vart að svo mörg börn hefðu verið svipt æsk­unni vegna gríðarlegr­ar fá­tækt­ar og þeirr­ar eyðilegg­ing­ar sem fylg­ir HIV- og AIDS-far­aldr­in­um. Þrátt fyr­ir að þau hafi brosað breitt var ljóst að þau þurftu á umönn­un, at­hygli og um­fram allt ást að halda.“

„Þrátt fyr­ir að aðstæður okk­ar væru ólík­ar fann ég fyr­ir teng­ingu á milli mín og margra barn­anna sem ég hitti.“

„Við deild­um sama missin­um, enda höfðum við öll misst ást­vin. Í mínu til­viki var það for­eldri. Ég, líkt og þau, vissi að það myndi alltaf vera hola í hjarta okk­ar sem ómögu­legt er að fylla.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason