Top Gear snýr aftur á BBC samkvæmt kynni þáttarins, Chris Evans, og verður fyrsti þátturinn sýndur 8. maí næstkomandi. Hann segir að þegar sé búið að taka þættina upp en gefur ekkert upp um það hverjir verða með honum í þáttunum.
Guardian segir að þetta hafi komið fram í viðtali við Evans í þætti James Martin, Saturday Kitchen á BBC1 í gær.
Í fyrsta skipti verður hluti af efni þáttanna tekið upp í Bandaríkjunum en þær upptökur fara fram í janúar.
Alls verða þættirnir sextán talsins en ekkert er gefið upp um hver komi í stað Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May.
Fyrr á þessu ári var Clarkson rekinn eftir að hafa ráðist á aðstoðarmann við þáttinn og slegið hann.
Guardian