Nakinn í kassa: dagur 2

Eitt og annað hefur bæst við í kassann hans Almars Atlasonar þar sem hann er nú á öðrum degi í vikulangri dvöl sinni. Gamalt eintak af Bleiku og bláu, munntóbak, spilastokkur og þvagbrúsi er á meðal þess sem fólk sem er umhugað um velferð Almars hefur fært honum í kassann. mbl.is kíkti í kassann í morgun.

Fólk er afar áhugasamt um uppátækið og upp undir þúsund manns fylgjast með streyminu hverju sinni. Í spjalli þar eru líflegar umræður fólks, sem virðist alls staðar að úr heiminum, um gildi og merkingu listar. Aðrir eru ekki jafn innblásnir í ummælum sínum. Almari virðist þó sannarlega hafa tekist ætlunarverk sitt um að vekja fólk til umhugsunar.

Þar sem Almar hafði sett sér þá reglu að mega ekki tala var ekki hægt að spyrja hann mikið út í líðanina en honum tókst þó að gera það skiljanlegt að honum þætti vænt um að fólk hefði áhuga á því sem hann er að gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan