Almar fróaði sér í beinni

Eftir að Almar Atlason hafði hægðir í poka aðeins fáeinum klukkustundum eftir að hann settist nakinn inn í glerkassann í Listaháskóla Íslands síðastliðinn mánudag var nokkuð ljóst að hann hugðist ekki fegra ferlið neitt fyrir áhorfendum. Margir spurðu sig „Er þetta list“ en fjölmargir spurðu sig, bæði upphátt og í hljóði: „Mun hann fróa sér?“

Svarið við fyrri spurningunni liggur líklega í skynjun hvers og eins og í gærkvöldi skýrðist svarið við þeirri síðari og það var „Svo sannarlega!“

Liggjandi endilangur, horn í horn í kassanum, strauk Almar getnaðarlim sinn fyrir framan hundruð áhorfenda í beinni. Hann gerði enga tilraun til að hylja athöfnina. Hann hefði getað legið eða setið á ýmsa aðra vegu svo ekki hefði sést jafn vel hvað hann væri að gera en svo virðist sem hann hafi kosið að fela sig ekki með nokkrum hætti heldur bjóða áhorfendum að taka óbeinan þátt í sjálfsfróun 23 ára karlmanns. Þó virtist hann meðvitaður um umhverfi sitt. Rýmið sem hann er inni í er opið öllum og leit hann reglulega til beggja hliða á meðan hann fróaði sér eins og til að fullvissa sig um að hann væri einn, sem hann var, en samt ekki. Að lokum spratt hann upp á hækjur sér, og sneri sér burt frá myndavélinni.

Eftir atvikið rofnaði beina útsendingin á YouTube, vegna brota á reglum miðilsins. Þó var aftur opnað fyrir útsendinguna skömmu síðar og þegar þetta er skrifað liggur Almar sofandi, vafinn í teppi og umkringdur ruslahaugnum sem honum hefur áskotnast fyrir tilstuðlan gesta síðustu daga.

Eftir standa nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi sú gamalkunna „Er þetta list núna?" Sú næsta væri „Eða er þetta kannski klám? Hvar liggja mörkin?“. Sú þriðja kann að vera „Af hverju sýndi hann ekki fullnæginguna?“. Var það sökum sáðláts sem hann vildi ekki deila með áhorfendum, vegna þess að hann hafi séð eftir athöfninni eða hugsanlega vegna þess að hann vildi ekki svala þorsta áhorfenda í lokasenuna og ákvað því að skilja þá eftir á barmi fullnægingar, bókstaflega? Sú síðasta er þó líklega mikilvægust: Hvað segir þetta allt saman um okkur sem fylgjumst með?

Annað sem nær óhætt er að fullyrða er að Almar Atlason sé fyrsti maðurinn til að fróa sér í beinni útsendingu, á almennri rás. Og hann á enn eftir tvo daga í kassanum. Hvað gerist næst?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir