Gjörningur Almars Atlasonar nálgast nú 200 þúsund áhorf á YouTube en þegar þetta er skrifað hefur myndskeiðið sem sýnir Almar, nakinn í kassa í beinni útsendingu, verið opnað yfir 194 þúsund sinnum.
Því hefur verið deilt 386 sinnum og 130 hafa gerst áskrifendur að útsendingunni. Samkvæmt tölfræðitóli YouTube hefur verið horft á útsendinguna í samtals þrjú ár en meðal áhorfstími er átta mínútur og 22 sekúndur.
Þegar þetta er skrifað eru um 1.220 manns að horfa á Almar.
Ótrúleg tölfræði, 3 ár af áhorfi á 4 dögum! #nakinníkassa pic.twitter.com/ChnZEEtkkw
— porgeir (@Porgeir) December 4, 2015
Það er óhætt að fullyrða að #nakinníkassa sé orðinn vinsælasti raunveruleikaþáttur Íslands fyrr og síðar. Skyldi einhvern undra að fyrirtæki leitist við að koma vörum sínum að?
Til að létta honum Almari aðeins lundina og koma honum yfir erfiðasta hjallann þá ákváðum við að senda honum jólapakka...
Posted by Pósturinn on Friday, December 4, 2015