Rokkarinn Scott Weiland látinn

Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots.
Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots. Wikipedia Commons/Michael Dornbierer

Scott Weiland, fyrrverandi söngvari bandarísku rokksveitarinnar Stone Temple Pilots, er látinn, 48 ára að aldri.

Rokkarinn lést í svefni í tónleikarútu hljómsveitar sinnar Scott Weiland & The Wildabouts í gærkvöldi.

Weiland, sem hafði lengi glímt við eiturlyfjavanda, stofnaði Stone Temple Pilots sem varð ein vinsælasta gruggsveit tíunda áratugarins.

Fyrsta plata sveitarinnar, Core, sló í gegn árið 1992 með lögum á borð við Plush og Creep. Tveimur árum síðar kom út önnur vinsæl plata, Purple, með lögum á borð við Big Empty, Vasoline og Interstate Love Song.

Weiland stofnaði Velvet Revolver með fyrrum meðlimum Guns N´Roses árið 2002 en sneri síðar aftur í hina endurræstu Stone Temple Pilots.  Árið 2013 var hann rekinn úr sveitinni.

Weiland er ekki  fyrsti gruggsöngvarinn sem deyr langt fyrir aldur fram. Kurt Cobain, forsprakki Nirvana, framdi sjálfsvíg árið 1994 og Layne Staley, söngvari Alice In Chains, lést 2002.  Þeir höfðu einnig átt við eiturlyfjavanda að stríða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir