Þingmenn ræða nakinn í kassa

Almar Atlason er nakinn í kassa.
Almar Atlason er nakinn í kassa.

Uppátæki Almars Atlasonar nemanda í Listaháskóla Íslands, sem ætlar að dvelja nakinn í kassa í heila viku, hefur verið aðal fréttamál vikunnar. Eða síðan hann háttaði sig og fór inn í kassann á mánudaginn var. Það eru ýmsar hliðar á þessu máli en það er þó ekki hægt að leyna því að þjóðin hefur gríðarlegan áhuga á athæfi hans og fylgist grannt með gangi mála.

Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins veltir því fyrir sér á samfélagsmiðlinum Facebook hvað fólk myndi segja ef Almar væri kona.

„Ég velti því fyrir hver viðbrögð samfélagsins yrðu ef allsber kona myndi dvelja í kassa í viku; kúka í poka og fróa sér...og væri þá boðlegt að hafa hana á forsíðum netmiðla allan daginn með ítarlegum lýsingum á því hvað hún væri að gera?,“ spyr Silja Dögg á Facebook.

Það bólar ekki á umræðunni og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins blandar sér í hana. Hann segir.

„Já, Silja, hver heldur þú að viðbrögðin yrðu? Ætli feðraveldinu yrði ekki kennt um og háttsemi konunnar því afleiðing af kúgun karla. Kæmi mér ekki á óvart.“

Almar Atlason.
Almar Atlason.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir