Nú fer að styttast í annan endann á dvöl Almars Atlasonar í kassanum og aðdáendur hans á Twitter virðast nokkuð kvíðnir fyrir endalokunum. Hann hefur verið nakinn í kassanum í sex daga, eða frá því á mánudag, en markmiðið er að ná heilli viku.
Ljóst er að Almar er orðinn ein vinsælasta raunveruleikastjarna Íslands en samkvæmt tölfræði við streymið á Youtube hefur verið horft á #nakinníkassa tæplega 300 þúsund sinnum. Horft hefur verið á útsendinguna í samtals fjögur ár og streyminu hefur verið deilt 581 sinni. Áskrifendur eru 215.
#nakinníkassa er sem fyrr aðalumræðuefnið á Twitter og virðast netverjar kvíða því að Almar stígi úr kassanum.
Er ekki hægt að setja neyðarlög á Almar og banna honum að fara út úr boxinu? Þjóðin þarf sameiningartákn! #guðblessiAlmar #nakinníkassa
— Davíð Roach (@DavidRoachG) December 4, 2015
mér er farið að þykja vænt um Almar og mun sakna hans þegar hann fer #nakinnúrkassa #nakinníkassa
— hulda solrun (@hulda1992) December 5, 2015
Hvað verður um Almar eftir vikuna. Fáum við ekkert að fylgjast með honum í framtíðinni? Fáum við að vita einkunnina?Erkvíðin #Nakinníkassa
— Friðrik Þór Sigmarss (@FririkrSigmarss) December 5, 2015
Hefur þjóðin eignast nýjan afreksmann?
Erum við að eignast nýjan Evrópumeista í boxi? #nakinníkassa
— Örvar Daði Marinósso (@OrvarDa) December 5, 2015
Almar beindi athygli landsmanna að einhverju öðru en veðrinu:
#nakinníkassa gerir okkur kleift að þurfa ekki einungis að tala um veðrið í small talk, daginn inn og daginn út. Takk Almar! 🙌🏼
— Lovísa (@LovisaFals) December 5, 2015
RÚV laut greinilega í lægra haldi fyrir Almari í gærkvöldi.
Bridget Jones getur bara lúffað fyrir #nakinníkassa
— Nanna Arnarsdóttir (@nannaosk86) December 4, 2015
Einhverjir hafa áhyggjur af ástandinu á Almari eftir dvölina.
Almar fyrir kassann vs. Almar eftir kassann #nakinníkassa pic.twitter.com/zGJWlSgdGS
— Halli Civelek (@halli) December 4, 2015