Setja neyðarlög á Almar?

Margir hafa litið við og kíkt á Almar eða fært …
Margir hafa litið við og kíkt á Almar eða fært honum gjafir. Enda kassinn að fyllast af drasli. Ljósmyndari mbl leit við hjá Almari í gærkvöldi. mbl.is/Styrmir Kári

Nú fer að styttast í annan endann á dvöl Almars Atlasonar í kassanum og aðdáendur hans á Twitter virðast nokkuð kvíðnir fyrir endalokunum. Hann hefur verið nakinn í kassanum í sex daga, eða frá því á mánudag, en markmiðið er að ná heilli viku.

Ljóst er að Almar er orðinn ein vinsælasta raunveruleikastjarna Íslands en samkvæmt tölfræði við streymið á Youtube hefur verið horft á #nakinníkassa tæplega 300 þúsund sinnum. Horft hefur verið á útsendinguna í samtals fjögur ár og streyminu hefur verið deilt 581 sinni. Áskrifendur eru 215.

#nakinníkassa er sem fyrr aðalumræðuefnið á Twitter og virðast netverjar kvíða því að Almar stígi úr kassanum.

Hefur þjóðin eignast nýjan afreksmann?

Almar beindi athygli landsmanna að einhverju öðru en veðrinu:

RÚV laut greinilega í lægra haldi fyrir Almari í gærkvöldi.

Einhverjir hafa áhyggjur af ástandinu á Almari eftir dvölina.

Almar Atlason styttir sér stundir með lestri.
Almar Atlason styttir sér stundir með lestri. mbl.is/Styrmir Kári



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar