Hvað er Almar að læra?

Almar Atlason hefur nú dvalist í kassanum í um sex …
Almar Atlason hefur nú dvalist í kassanum í um sex sólarhringa. mbl.is/Styrmir Kári

Íslenska þjóðin hefur fylgst með hverri hreyfingu myndlistarnemans Almars Atlasonar síðustu vikuna en eins og allir vita hefst hann nakinn við í glerkassa í Listaháskóla Íslands.

Vera hans í kassanum er lokaverkefni hans í námskeiðinu „Leiðir og úr­vinnsla“ við myndlistardeild LHÍ en þó svo að mikið hafi verið fjallað um Almar hefur lítið verið greint frá ástæðu uppátækisins og því sem gert er ráð fyrir að Almar læri á því.

Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

Námskeiðið er til 10 eininga og kennt af Eirúnu Sigurðardóttir og Huginn Þór Arasyni. Í námskeiðslýsingunni af vef LHÍ kemur fram að „Leiðir og úrvinnsla“ er fyrsta verklega námskeiðið við myndlistardeild og að allir nemendur á fyrsta ári hljóti kennslu í því samtímis. Námskeiðið er tvískipt en heildarmarkmið þess er „að þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og efla sjálfstæð vinnubrögð er leggja grunn að áframhaldandi námi við skólann.“

Í lýsingunni segir að í fyrri hluta námskeiðsins sé athyglinni beint að skólaumhverfinu, náminu, samnemendum og kennurum þar sem nemendur koma sér upp vinnuaðstöðu og hópurinn er hristur saman á ýmsan hátt. Segir að nemendur kynni sig hverjir fyrir öðrum og greini frá áhuga sínum á listforminu. Lögð áhersla er áhersla á skissugerð og hugmyndavinnu þar sem „kynntar eru margvíslegar aðferðir við að auka og þroska myndmál og hugmyndaforða.“ 

Í seinni hluta námskeiðsins fá nemendur sjálfir að velja viðfangsefni og aðferðir til að nota við úrvinnslu á hugmyndum sýnum og skissum. Lögð er áhersla að vinna þeirra sé skipulögð með gerð verkáætlunar og að þeir stundi sjálfstæð, öguð vinnubrögð þar sem þeir fá persónulega ráðgjöf við framkvæmd og úrlausn verkefna. Námskeiðinu lýkur með því að nemendur verk sín og fer þá fram opin umræða og gagnrýni á framvindu og úrlausn þeirra.

Rökstuddar ákvarðanir á faglegum grunni

Samkvæmt þeim hæfniviðmiðum sem gefin eru í námskeiðslýsingunni eiga nemendur, við lok námskeiðs að:

  •  þekkja til undirstöðuatriða leitar- og upplýsingatækni,
  •  hafa tileinkað sér grundvallarfærni í gagnrýnni hugsun og geta tekið þátt í greinandi og gagnrýnum umræðum um eigin verk og annarra,
  • geta unnið með öðrum að verkefnum,
  • hafa þróað með sér hæfni til að vinna sjálfstætt úr viðfangsefnum,
  • geta rökstutt ákvarðanir sínar á faglegum grunni,
  • geta unnið skipulega, sett sér markmið, gert starfsáætlun/verkáætlun og fylgt henni,
  • búa yfir grunnskilningi á eigin myndhugsun og listsköpunarferli.

Námsmat byggist á ástundun, þáttöku, verkefnaskilum og verkum til sameiginlegrar lokayfirferðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar