„Ég held ég fái mér bara að reykja“

Almar er kominn út úr kassanum.
Almar er kominn út úr kassanum. mbl.is/Golli

Allra augu í húsnæði myndlistardeildar Listaháskóla Íslands við Laugarnesveg voru á einum manni rétt fyrir klukkan níu, Almari Atlasyni, sem hafði ‏‏‏‏‏‏þá verið í viku inni í kassa í s‎‎‎‎ýningarr‎ými. Fulltrúar frá helstu fjölmiðlum landsins voru áberandi en ‏einnig mátti sjá skólasystkini Almars, aðstandendur og kennara.

Rétt rúmlega níu sparkaði Almar upp hlið kassans og gekk út. Spennan í salnum var á‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏þreifanleg. Fjölmiðlamenn reyndu að komast að Almari, sem gekk rakleitt að eiginkonu sinni og faðmaði hana eftir líklega langa viku. Síðan faðmaði hann og heilsaði kennurum sínum á meðan hann bauð góðan daginn, brosti og hló. Það leit ekki út fyrir að Almar væri stirður eftir viku inni í kassanum, sem er, eins og ‏‏‏‏‏þeir sem hafa fylgst með vita, ekki stór. Hann átti auðvelt með gang og var léttur á fæti.

Eftir að hafa heilsað sínum kærustu varð næstum ‏því vandræðaleg ‏þögn þar sem allir biðu eftir því að listamaðurinn segði eitthvað. Skilaboðin voru sk‎ýr: „Takk fyrir mig,“ sagði hann og hló. „Ég held ég fái mér bara að reykja,“ bætti hann við og gekk út, með fjölmiðlamenn hlaupandi á eftir sér.

Almar Atlason er að yfirgefa kassann sem hann hefur dvalið …
Almar Atlason er að yfirgefa kassann sem hann hefur dvalið í undanfarna viku við mikla athygli netverja. mbl.is/Golli
Fjölmargir voru viðstaddir til að sjá Almar koma úr kassanum.
Fjölmargir voru viðstaddir til að sjá Almar koma úr kassanum. mbl.is/Golli
Almari var ákaft fagnað þegar hann kom út úr kassanum, …
Almari var ákaft fagnað þegar hann kom út úr kassanum, skiljanlega. mbl.is/Golli
Almar rétt kominn út. Fjölmiðlamenn bíða með öndina í hálsinum.
Almar rétt kominn út. Fjölmiðlamenn bíða með öndina í hálsinum. mbl.is/Golli
Almar var afslappaður síðustu mínúturnar í kassanum.
Almar var afslappaður síðustu mínúturnar í kassanum. mbl.is/Golli
Almar gekk að bás sínum í Listaháskólanum og klæddi sig, …
Almar gekk að bás sínum í Listaháskólanum og klæddi sig, eftir að hafa verið nakinn í viku. mbl.is/Golli
Dvöl Almars í kassanum hefur vakið mikla athygli og umtal
Dvöl Almars í kassanum hefur vakið mikla athygli og umtal mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir