Væntingarnar í hámarki

Það er óhætt að segja að væntingarnar hafi verið í hámarki í morgun þegar Almar Atlason steig út úr kassanum sem hann lokaði sig inni í fyrir viku. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru á staðnum og hægt var að fylgjast með í beinni útsendingu enda hefur verið rætt um fátt annað í vikunni.

mbl.is var að sjálfsögðu á staðnum og Almari var vel fagnað þegar hann kom út, enda er þetta líklega er þetta eitt umtalaðasta listaverk Íslandssögunnar. Almar hefur afhjúpað fordóma og hræðslu margra sem skilaði sér í  morðhótun, bandaríski fréttavefurinn Huffington Post hefur fjallað um uppátækið, hann hefur verið til umræðu á Alþingi, u.þ.b. þúsund manns horfðu á streymið frá kassanum á youtube hverju sinni og allar fréttir um hann hafa verið lesnar upp til agna af landsmönnum sem líklega eru því fegnir að geta rætt um eitthvað annað en veðrið í kafftímanum.

Sjálfur var hann hinn rólegasti þegar hann steig úr kassanum og við skildum við hann reykjandi sígarettu fyrir utan Listaháskólann þar sem við hittum hann fyrst fyrir viku síðan.

Í myndskeiðinu fyrir neðan má rifja það upp þegar hann steig fyrst inn í kassann sem þá var tómur og þá ræddi Almar við okkur um gjörninginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir