Pakkasósa, sígarettur og borðspil

Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson fer ekki fram á lítið.
Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson fer ekki fram á lítið. mbl.is/AFP

Það er greinilega ekki tekið út með sældinni að starfa fyrir Jeremy Clarkson. Ed Coutts, sem kom að framleiðslu bílaþáttanna Top Gear, hefur greint frá kröfum sjónvarpsmannsins, sem eru vægast sagt skrautlegar.

Það er alþekkt að stórstjörnur vilji hafa furðulegustu hluti til taks í búningsherbergjum sínum, en fáir ganga eins langt og Jeremy Clarkson sem fór meðal annars fram á svartan ókeyrðan Range Rover Sport, bara til að horfa á.

Coutts greindi einnig frá því að þyrla hefði verið fengin til að koma vörum til Clarksons þegar hann dvaldi á Waiheke-eyju undan ströndum Nýja-Sjálands. Ekki var um nauðsynjavöru að ræða, heldur pakkasósu, sígarettur og borðspil, nánar tiltekið Monopoly. Að sögn Coutts var þetta gert utan afgreiðslutíma verslana á staðnum líkt og fram kemur á vef Contactmusic.

„Kostnaðurinn var svívirðilegur og skipuleggjendur þáttanna kvörtuðu yfir því að þeir væru að fara á hausinn.“

Coutts lagði mikið á sig til að finna bíl fyrir þáttastjórnandann, sem síðan lá óhreyfður.

„Ég spurði hver tilgangurinn með þessu væri, og hann sagði: Mig langaði bara að horfa á hann!“

Eins og frægt er orðið var Clarkson rekinn af BBC eftir að hann réðst á samstarfsmann. Meðstjórnendur þáttarins, Richard Hammond og James May, fóru með honum, en þremenningarnir færðu sig yfir til Amazon þar sem þeir vinna að nýjum bílaþætti.

Range Rover Sport 2014.
Range Rover Sport 2014. Skjáskot Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson