Kærir konurnar fyrir ærumeiðingar

Fleiri en 50 konur hafa stigið fram og sakað Cosby …
Fleiri en 50 konur hafa stigið fram og sakað Cosby um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. AFP

Leikarinn og grínistinn Bill Cosby hefur höfðað mál á hendur sjö þeirra kvenna sem hafa sakað hann um kynferðisbrot. Í kærunni sakar Cosby konurnar um að bera á sig „rætnar, tækifærissinnaðar, falskar og ærumeiðandi“ sakir.

Konurnar sem leikarinn hefur höfðað mál gegn eru Tamara Green, Therese Serignese, Linda Traitz, Louisa Moritz, Barbara Bowman, Joan Tarshis og Angela Leslie.

Málshöfðunin er svar leikarans við málshöfðun kvennanna, sem kærðu hann fyrir ærumeiðingar í desember 2014. Um er að ræða lítinn hluta þeirra kvenna sem hafa sakað Cosby um kynferðisbrot, en hópurinn telur nú yfir 50 konur.

Leikarinn hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu.

Huffington Post sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir