Jesú í jötu en Almar í kassa

Almar á góðri stundu í kassanum.
Almar á góðri stundu í kassanum. mbl.is/Styrmir Kári

„Það má í raun segja að hann hafi verið nýr helgileikur í þessari aðventu, en líkt og Jesúbarnið var nakið í jötunni þá var Almar nakinn í glerkassa,“ segir séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, í samtali við mbl.is en í færslu á samskiptasíðunni Facebook lýsir hún því m.a. yfir að raunir hins þjóðþekkta Almars hafi ratað inn í ræðu sína sem flutt verður í Akureyrarkirkju á aðfangadag.

Hildur Eir segir ræðuna einkum snúast um skömmina og þá hversu skaðleg skömmin er.

„Þegar skömmin hvílir yfir kynlífi verður til klám eða þöggun. Þegar skömmin hvílir yfir líkamanum þá misbjóðum við eða afmyndum líkamann eða að til verður eitthvert eitt óraunhæft viðmið um hvernig líkaminn eigi að líta út. Þegar skömmin hvílir yfir trúnni þá notar fólk hana til að beita annað fólk ofbeldi,“ segir Hildur Eir og bendir á að þótt gjörningur Almars hafi verið óvenjulegur og ögrandi var hann opinberun á því sem er ætlað að vera mannlegt og gott.

Hildur Eir segist aðspurð ekki óttast gagnrýni á ræðu sína þótt gjörningur Almars, sem kallað hefur fram misjöfn viðbrögð fólks, komi þar við sögu. „Tjáningarfrelsið er það dýrmætasta sem við eigum. Ég er aldrei smeyk við gagnrýni enda á hún rétt á sér.“

Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju.
Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju.

Almar er ekki eina nýlega dæmið sem ratar inn í jólaræðuna og vakið hefur upp viðbrögð fólks hér á landi því málefni tveggja albanskra fjölskyldna, sem vísað var aftur til sína heima og síðar fékk íslenskan ríkisborgararétt, koma einnig við sögu.

Jólaræðan tilbúin jibbí "Barnið í jötunni er sáttmáli milli Guðs og manna um að hið sammannlega sé gott, að við þurfum...

Posted by Hildur Eir Bolladóttir on Monday, December 21, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar