Stjörnustríðið raðar inn metunum

AFP

Enn eitt metið var slegið í gær í kvikmyndahúsum vestanhafs þegar nýja Stjörnustríðsmyndin skilaði 49,3 milljónum Bandaríkjadala í tekjur á einum degi. Aldrei áður hefur kvikmynd skilað jafn miklum tekjum á jóladag í sögunni.

Star Wars: The Force Awakens fór létt með að slá fyrra met Sherlock Holmes með Robert Downey, Jr frá jóladag árið 2009. 

Frá frumsýningu á Stjörnustríðsmyndinni fyrr í mánuðinum þá hefur myndin skilað 890,3 milljónum Bandaríkjadala, 116 milljörðum króna, í tekjur og þar af nema tekjurnar í Bandaríkjunum 440,4 milljónum Bandaríkjadala. 

Það er því spurning hvort Stjörnustríðsmyndin geri betur en tvær kvikmyndir James Cameron, Avatar, sem skilaði 2,79 milljörðum Bandaríkjadala í tekjur og Titanic, sem skilaði 2,19 milljörðum Bandaríkjadala. Miðað við aðsóknina á fyrstu dögunum eftir frumsýningu þá þykir það mjög líklegt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar