Bíómiðar fyrir 130 milljarða króna

AFP

Alls hafa verið seldir miðar á nýju Stjörnustríðsmyndina fyrir meira en einn milljarð Bandaríkjadala. Það svarar til 130 milljarða króna. Það tók aðeins 12 daga að ná þessu nýja meti en aldrei áður hefur tekið jafn stuttan tíma að ná milljarðs markinu.

Stjörnustríðsmyndin The Force Awakens hefur skilað tekjum upp á 545 milljónir Bandaríkjadala í Norður-Ameríku og 546 milljónum dala annars staðar í heiminum. Tólf dagar eru frá því myndin var frumsýnd. Fyrra metið átti Jurassic World fyrr á þessu ári en það tók 13 daga að selja bíómiða á hana fyrir 1 milljarð dala.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar