Fyrsta myndin síðan í október

Lamar Odom var vinsæll á vellinum.
Lamar Odom var vinsæll á vellinum. mbl.is/AFP

Lamar Jr., sonur Lamar Odom, fyrr­ver­andi leik­manns Los Ang­eles Lakers í NBA-deild­inni í körfu­bolta, sem fluttur var á sjúkrahús í október eftir að hafa fundist meðvitundalaus á hóruhúsi í Las Vegas, hóf nýtt ár á því að birta mynd af föður sínum. Er þetta fyrsta opinberlega myndbirtingin af Odom frá því að hann fannst meðvitundalaus á hóruhúsinu.

Talið er að notk­un hans á alls kon­ar lyfj­um, meðal ann­ars stinn­ing­ar­lyfj­um, í þrjá daga sam­fellt hefði valdið heila­blóðfalli og súr­efn­is­skorti og segja fjölmiðlar Vestanhafs ólíklegt að Odom muni ná sér aftur að fullu eftir atvikið.

Undir myndinni sem birtist á Instagram-síðu Odom Jr. á gamlársdag stóð: „Jólin með pabba. Þessi er fyrir 2016.“

Odom er enn á sjúkrahúsi í Los Angeles en á batavegi. Einhver bakslög hafa komið upp við endurhæfingarferlið, á hann m.a. í vandræðum með að ganga óstuddur og stríðir við minnisleysi.

Odom á tvö börn ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni Liza Morales. Odom er nú giftur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian, en þú búa ekki saman.

Frétt Washington Post um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan