Hefur þénað meira en Titanic

AFP

Nýjasta Stjörnustríðsmyndin, Star Wars: The Force Awakens, skilaði 88,3 millj­ón­um Banda­ríkja­dala í tekj­ur um helgina. Myndin er búin að vera vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum í þrjár vikur.

Star Wars: The Force Awakens hefur slegið hvert metið á fætur öðru og var þessi helgi engin undantekning. Heildartekjur myndarinnar eru komnar upp í rúmlega 740 milljónir Bandaríkjadala á aðeins nítján dögum. Hún er nú þegar búin að toppa stórmyndirnar Jurassic World, sem þénaði 652 milljónir og Titanic sem skilaði 658 milljónum í kassann.

Sú kvikmynd sem hefur þénað mest er enn Avatar en hún hefur skilað inn 760,5 milljónum Bandaríkjadala í tekjur. Líklegt þykir að Star Wars slái met Avatar fljótlega. Bent er á það í frétt NBC að það hafi tekið Avatar 72 daga að þéna 700 milljónir en það tók Star Wars 16 daga.

Svo virðist sem margir Bandaríkjamenn hafi farið í bíó um helgina en mikill hagnaður var í kvikmyndahúsum landsins síðustu daga. Kvikmyndin Daddy‘s Home skilaði til að mynda inn 29 milljónum Bandaríkjadala í tekjur og önnur gamanmynd, Sisters, þénaði 12,6 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir