Stjörnustríð siglir fram úr Avatar

AFP

Nýja Stjörnustríðsmyndin „Star Wars: The Force Awakens“ sigldi fram úr kvikmyndinni Avatar í gær hvað varðar vinsældir í Norður-Ameríku.

Í tilkynningu frá Disney kemur fram að sjöunda Stjörnustríðsmyndin hafi skilað 766,2 milljónum Bandaríkjadala í tekjur í kvikmyndahúsum vestanhafs en fyrra metið átti mynd James Camerons, Avatar, en sú mynd skilaði tekjum upp á 760,5 milljónir Bandaríkjadala í Norður-Ameríku.

En þrátt fyrir að hafa skilað alls 1,56 milljörðum Bandaríkjadala í tekjur í heiminum þá á Stjörnustríð enn langt í land með að ná fyrsta sætinu af Avatar en hún skilaði 2,79 milljörðum dala í tekjur á heimsvísu og önnur mynd Camerons, Titanic, skilaði 2,19 milljörðum dala í tekjur.

Hins vegar má ekki gleyma því að Stjörnustríðsmyndin hefur ekki enn verið frumsýnd í Kína og sá markaður er einn sá stærsti í heiminum hvað varðar áhorf á kvikmyndir. Myndin verður frumsýnd þar á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar