Hálfnakinn í kassa í búningakeppni

Magnús tók sig vel út í kassanum.
Magnús tók sig vel út í kassanum. Ljósmynd/ Grindavík.is

Almar Atlason, betur þekktur sem „nakinn í kassa“ mótaði samfélagsumræðuna í desember svo um munaði. Ljóst er að árið 2016 mun ekki fara varhluta af áhrifum hans því þegar í fyrstu viku ársins skaut gjörningur Almars aftur upp kollinum og að þessu sinni í Grindavík.

Á vef Grindavíkur greinir frá því að drengur að nafni Magnús hafi slegið í gegn á árlegri búningakeppni á þrettándagleði bæjarins. Magnús var ber að ofan í eftirlíkingu af glerkassa Almars sem hann hafði fyllt með ýmslu rusli svo hann minnti sem mest á verustað Almars þessa fyrstu viku í desember. Vefmyndavélin sem gerði notendum internetsins kleift að fylgjast með Almari dag og nótt var þó hvergi sýnileg.

 Í búningakeppninni eru keppt í þremur aldursflokkum; leikskólakrakkar, 1.-3. bekkur og 4. bekkur og eldri og hlaut umræddur Magnús verðskulduð verðlaun í þeim síðastnefnda.

Og nú er hægt að spyrja sig eins og svo margir gerðu í desember, er þetta list?

Fleiri myndir frá þrettándagleði Grindavíkur má finna á Facebook-síðu bæjarins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar