Töframaðurinn sem hvarf

David Bowie á sviði í Frankfurt árið 1983.
David Bowie á sviði í Frankfurt árið 1983. AFP

„Það var hrotta­lega hvers­dags­leg leið fyr­ir svona hand­an­heims­kennda per­sónu til að hverfa af sjón­deild­ar­hring al­menn­ings,“ skrifaði Andrew Harri­son hjá Guar­di­an um hjarta­áfall sem olli því að stór­stjarn­an Dav­id Bowie þurfti að segja skilið við sviðsljósið árið 2004.

Grein Harri­son fjall­ar um út­gáfu nýj­ustu plötu Bowie, Blackst­ar, sem kom út á 69 ára af­mæl­is­degi hans þann 8. janú­ar síðastliðinn. Það sem Harri­son gat ekki vitað, það sem eng­inn utan nán­asta hrings tón­list­ar­manns­ins vissi, var að Bowie hafði bar­ist við krabba­mein síðustu 18 mánuðina og myndi lúta í lægra haldi fyr­ir því aðeins tveim­ur sól­ar­hring­um eft­ir út­gáf­una. Þótt of­an­greind orð og þau sem fylgdu væru skrifuð um hvarf Bowie úr brans­an­um eiga þau ekki síður við í dag þegar hann hef­ur yf­ir­gefið svið hinna lif­andi.

„Það sem var svo skelfi­legt var ekki að þessi ást­sæla per­sóna – tótem fyr­ir kyn­slóðir fé­lags­legra, kyn­ferðis­legra og dul­rænna utang­arðsmanna- gæti orðið svo al­var­lega veik­ur held­ur það að Bowie gæti verið mann­leg­ur yf­ir­höfuð,“ skrifaði Harri­son.

Bowie var svo sann­ar­lega mann­leg­ur en list hans var af öðrum heimi. Það var dauði hans svo sann­ar­lega einnig.

Plötuumslag Hunky Dory sem kom út 1971.
Plötu­um­slag Hun­ky Dory sem kom út 1971.

Bylt­ing­in stöðuga

Dav­id Jo­nes fædd­ist í Brixt­on árið 1947, þjón­ustu­stúlk­unni Peggy og næt­ur­klúbb­seig­and­an­um Haywood Jo­nes. Hann var al­inn upp í Bromley þar sem hann reyndi sem ung­ur maður að máta sig við all­ar hinar ólíku sen­ur Bret­lands sem fylgdu í kjöl­far rokks­ins áður en hann náði loks ár­angri á eig­in for­send­um. Eins og Harri­son skrifaði hefði Jo­nes verið brenni­merkt­ur af sam­fé­lagi nú­tím­ans fyr­ir að reyna of mikið. Hann tók reglu­lega upp nýja stíla, tón­list­ar­menn, umboðsmenn og lét þá róa jafn harðan. Lista­manns­nafnið hélt sér þó alltaf en hann tók upp eft­ir­nafnið Bowie árið 1966 til að forðast að vera ruglað sam­an við Davy Jo­nes í The Mon­kees.

BBC seg­ir hann hafa virst vera í stöðugri bylt­ingu, ólíkt tón­list­ar­mönn­um fyrri tíma sem þróuðust eða stöðnuðu, frem­ur en að vaða úr einu í annað. Hann var haf­inn yfir alla stimpla og lék sér að tónlist, tísku og kyn­ferði eins og leik­föng­um.

Bowie gekk til liðs við sína fyrstu hljóm­sveit aðeins 15 ára og sveiflaðist milli banda allt fram til árs­ins 1967 þegar hann gaf út sína fyrstu sóló­plötu sem hét ein­fald­lega Dav­id Bowie. Hún náði ekki inn á vin­sældal­ista og Bowie hélt tón­list­inni að mestu fyr­ir sig næstu tvö árin.

Hann hellti sér út í ann­ars­kon­ar sviðslist­ir og nam m.a. mæm (e. mime) og ít­alsk­an gam­an­leik og kynnt­ist þannig per­sónu­sköp­un sem átti eft­ir að hafa áhrif á all­an hans fer­il. Hann birt­ist í dans­verk­um og aug­lýs­ing­um en með út­gáfu Space oddity 11. júlí 1969 varð full­ljóst að hon­um var ætlaður tón­list­ar­fer­ill. Plat­an náði nokkr­um vin­sæld­um í Evr­ópu en tók fjög­ur ár að öðlast vin­sæld­ir í Banda­ríkj­un­um.

Plötuumslag Aladdin Sane sem kom út árið 1973.
Plötu­um­slag Aladd­in Sane sem kom út árið 1973.

Ótal and­lit Bowie

„Þegar hann náði loks­ins í gegn árið 1972 var það þykk­hært, tággrannt, ókynjað annað sjálf: Ziggy Star­dust sem end­ur­skóp rokk og ról fyr­ir ára­tug­inn. Þaðan af yrði popp bar­áttu­brodd­ur skrít­inna og út­skúfaðra, var­an­leg sví­v­irðing og sér­stak­lega hjálp­ar­hönd til ungs fólks utan kyn­ferðis­legr­ar tví­hyggju,“ skrif­ar Harri­son um þessa fyrstu vel­gengni Bowie í Banda­ríkj­un­um. Í millitíðinni hafði hann þó gefið út tvær aðrar plöt­ur, The Man who Sold the World og Hun­ky Dory.

Hann fór í óvenju­legt og æv­in­týra­legt tón­leika­ferðalag um Bret­land sem um­rædd­ur Ziggy Star­dust snemma árs 1972 ásamt The Spi­ders from Mars og náði þar nýj­um hæðum vin­sælda. Fljót­lega eft­ir að plat­an  The Rise and Fall of Ziggy Star­dust and the Spi­ders from Mars birt­ist á vin­sældal­ist­um lét hin þá hálfs­árs­gamla Hun­ky Dory sjá sig þar í fyrsta skipti. Tón­leika­ferðalag­inu var haldið áfram til Banda­ríkj­anna og rauðhærði glys­gaur­inn Ziggy Star­dust sló í gegn á heimsvísu.

Bowie bjó sér til nýj­an karakt­er, Aladd­in Zane sem gull­tryggði vin­sæld­ir hans í Banda­ríkj­un­um. Hann tók að reyna fyr­ir sér af al­vöru sem pródúser m.a. með plötu Lou Reed Trans­for­mer og smelli Mott The Hoople „All the Young Dudes“.  Á næstu árum þeyst­ist hann milli heims­horna og per­sóna, og hvort sem hann var „ná­föli kókaín-ringlaði sál­ar­dreng­ur Young Americans,“ eða „nægju­sama evr­ópska karl­ma­skína þríleiks Berlín­ar-breiðskífna sinna,“ tókst hon­um sam­tím­is að heilla áheyr­end­ur sína og rugla þá í rím­inu. Þannig komst hann t.a.m. í vand­ræði fyr­ir að segja hluti á við „Bret­land hefði gott af fasísk­um leiðtoga“ og „Ad­olf Hitler var ein af fyrstu rokk­stjörn­un­um“ en seinna meir kenndi hann bæði mik­illi eit­ur­lyfja­neyslu og per­sónu sinni á þeim tíma „Thin White Duke“ um hegðun sína.

Kam­eljón eða hvað?

Í fyrr­nefndri grein sinni skrif­ar Harri­son að það að lýsa Bowie sem kam­eljóni sé klisja en að klisj­an missi í raun gjör­sam­lega marks.

„Hug­mynd­in um að hann búi sér til grímu ein­fald­lega til að markaðssetja það sem hann hef­ur gert er mistúlk­un,“ hef­ur Harri­son eft­ir Paul Trynka sem skrifaði ævi­sög­una Starm­an um Bowie.

„Í raun skap­ar hann grím­una til að búa til list­ina. Kam­eljón breyt­ist til að herma eft­ir bak­grunni sín­um. Bowie neyðir  bak­grunn­inn til að breyt­ast til að líkja eft­ir hon­um. Hans stærsta af­rek er ekki að markaðssetja sig með per­sónu held­ur að skapa per­sónu til þess að skapa list.“

Guar­di­an grein­ir frá sjald­gæfu viðtali við Bowie frá ár­inu 2002 þar sem hann sagði það ekki vera sér eðlis­lægt að koma fram. „Ég nýt þess ekki mikið að koma fram. Hef aldrei gert það. Ég get gert það og ef hug­ur minn er í aðstæðunum geri ég það býsna vel. En eft­ir fimm eða sex tón­leika þrái ég að kom­ast burt frá ferðalag­inu og aft­ur inn í upp­töku­verið.“

Þessi orð Bowie kunna að hljóma furðulega þegar horft er til þess hversu kynn­gi­magnaður og fjöl­breytt­ur  listamaður hann var á sviði. Það má velta því upp að hliðarsjálf hans hafi þannig ekki ein­vörðungu verið hon­um hvati til list­sköp­un­ar og list út af fyr­ir sig held­ur jafn­framt hans út­gáfa af alþekktri bryn­vörn sem ótal lista­menn hafa not­ast við til að eiga við lífið fyr­ir aug­um heims­byggðar­inn­ar.

Þegar upp er staðið eru þess­ar per­són­ur og það sem þær standa fyr­ir kannski held­ur ekki eins ólíkt og það virðist.

„All­an fer­il minn hef ég í raun alltaf verið með sama um­fjöll­un­ar­efnið. Bux­urn­ar breyt­ast kannski en orðin sjálf og viðfangs­efn­in sem ég hef alltaf kosið að skrifa um eru hlut­ir sem hafa að gera með ein­angr­un, að vera yf­ir­gef­inn, ótta og kvíða, alla hápunkta lífs manns.“

Tví­kyn­hneigðin fyr­ir­sögn of lengi

Plöt­ur Dav­id Bowie urðu 25 tals­ins og hver veit hvað per­són­urn­ar voru marg­ar. Auk hliðarsjálfa hans lék hann í fjöl­mörg­um kvik­mynd­um og leik­verk­um en gaf alltaf aðdá­end­um sín­um þá til­finn­ingu að hann veldi hlut­verk­in af kost­gæfni. Áhrif hans á heim tón­list­ar­inn­ar eru óum­deild enda hafa fáir aðrir átt jafn vel­heppnaðar inn­kom­ur á jafn marg­ar sen­ur auk þess sem hliðarsjálfin móta enn þann dag í dag heim tísk­unn­ar. Ástar­líf Bowie, eða öllu held­ur kyn­hneigð hans, hafði þó einnig eft­ir mögnuð áhrif á um­heim­inn.

Bowie gift­ist Mary Ang­ela Barnett árið 1970 í London. Þau eignuðust einn son, Duncan Zowie Haywood Jo­nes, sem lengi gekk und­ir nafn­inu „Zowie Bowie“ en skildu þann 8. fe­brú­ar árið 1980 í Sviss. Í viðtali í Melody Maker árið 1972 hafði Bowie lýst sig sam­kyn­hneigðan en við sama tæki­færi voru fyrstu mynd­irn­ar af hon­um sem Ziggy Star­dust tekn­ar. „Það er satt – ég er tví­kyn­hneigður,“ sagði Bowie í viðtali við Play­boy í sept­em­ber 1976. „En ég get ekki neitað því að ég hef notað þá staðreynd mjög vel. Ég býst við að það sé það besta sem hef­ur komið fyr­ir mig.“ Árið 1983 var hins­veg­ar annað uppi á ten­ingn­um þegar hann sagði við Roll­ing Stone að yf­ir­lýs­ing­ar um kyn­hneigð sína hefðu verið stærstu mis­tök lífs síns. „Ég hef alltaf verið gagn­kyn­hneigður maður í skápn­um.“ Árið 2002, þegar hann var spurður hvort hann teldi yf­ir­lýs­ing­arn­ar enn til mestu mistaka lífs­ins sagðist hann ekki telja það til mistaka í Evr­ópu en að það hefði verið mun erfiðara í Banda­ríkj­un­um.

„Það skipti mig engu þótt fólk vissi að ég væri tví­kyn­hneigður. En ég hafði enga þörf á að halda uppi nein­um merkj­um eða vera full­trúi ein­hvers hóps. Ég vissi hvað ég vildi vera, laga­höf­und­ur og flytj­andi  og mér fannst eins og tví­kyn­hneigð væri fyr­ir­sögn mín hérna of lengi. Banda­rík­in eru mjög púrítansk­ur staður og ég held það hafi staðið í vegi fyr­ir mörgu því sem ég ætlaði að gera.“

Að sögn fyrstu eig­in­konu Bowie átti hann meðal ann­ars í ástar­sam­bandi við Mick Jag­ger. Árið 1992 gift­ist hann hins­veg­ar fyr­ir­sæt­unni Iman og eignuðust þau dótt­ur­ina Al­ex­andria Za­hra Jo­nes í ág­úst 2000.

David Bowie ásamt eiginkonu sinni Iman.
Dav­id Bowie ásamt eig­in­konu sinni Iman. AFP

„You know I‘ll be free,“

Það væri hægt að eyða ótal fleiri orðum í að telja upp af­rek og uppá­tæki Bowie í gegn­um árin. Hér hef­ur t.d. ekk­ert verið vikið að helsta til­brigði hans við meg­in­straum­inn Lets dance eða að hinum ódauðlega dú­ett „Und­er pressure“ sem hann söng ásamt Freddie Mercury. Bowie bjó hins­veg­ar þannig um hnút­ana að eitt hans minn­is­stæðasta af­rek er það að tak­ast að láta aðdá­end­ur sína vita af yf­ir­vof­andi dauðdaga sín­um en koma þeim samt á óvart með því að deyja.

Kannski grunaði fyrr­nefnd­an Harri­son það, því grein hans um út­gáfu Blackst­ar inni­held­ur ít­rekaðar vís­an­ir í hvarf hans af sjón­ar­sviðinu sem virðast svo aft­ur vísa í dauða hans.

„Ég held reynd­ar að á laun hafi hann lengi langað til að halda á brott,“ seg­ir ævi­sagna­rit­ar­inn Paul Trynka í grein­inni. „Ju­li­an Temple sagði mér að jafn­vel á ní­unda ára­tugn­um hefði Bowie langað til að láta sig hverfa með mik­il­feng­leg­um hætti – fram­kvæma galdra­bragð.“

Af 25 breiðskíf­um var Blackst­ar sú fyrsta til að bera ekki mynd af Bowie á plötu­um­slag­inu en í hans stað kom svört stjarna, hans sein­asta hliðarsjálf. „I‘m not a pop star (...) I am a blackst­ar“ syng­ur Bowie, í tit­il­lagi plöt­unn­ar. Mynd­bandið við lagið hefst á mynd af látn­um geim­fara sem hefði átt að vera nógu sterk vís­bend­ing en í ofanálag er texti lags­ins „Laz­ar­us“, hvers tit­ill er vís­un í mann sem Jesús Krist­ur á að hafa reist upp frá dauðum, sveipaður hugs­un­um deyj­andi manns.

„Look up here, I‘m in hea­ven,“ og „You know I‘ll be free, just like that blu­ebird,“ syng­ur Bowie sem í mynd­band­inu virðist berj­ast við að svífa upp af sjúkra­rúmi og við að ljúka við bréfa­skrift­ir, á meðan svört hauskúpa á skrif­borðinu seg­ir til um það sem koma skal.

Mynd­bandið er það síðasta sem gefið var út á meðan Bowie var enn á lífi en í lok þess hverf­ur hann inn í skáp og lok­ar á eft­ir sér. Þrem­ur dög­um síðar var hann horf­inn, eins og fyr­ir töfra, án þess að nokk­ur hafi áttað sig á því að hann væri að kveðja.

Tit­ill loka­lags plöt­unn­ar seg­ir allt sem segja þarf um af hverju töframaður­inn sagði ekki beint út að hann myndi halda á vit feðra sinna: „I Can‘t Give Everything Away“.

Eft­ir­mæli BBC
Eft­ir­mæli Guar­di­an 


music video david bowie blackstar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft rísa deilur vegna þess að einstaklingar skilja ekki gildismat annarra. Ekki byrja á nýjum verkefnum í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft rísa deilur vegna þess að einstaklingar skilja ekki gildismat annarra. Ekki byrja á nýjum verkefnum í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason