Bowie þótti Ísland draumi líkast

„Komið til Íslands!“ segir David Bowie heitinn í þessu myndbandi sem gengið hefur um veraldarvefinn síðastliðinn sólarhring eftir að fregnir af andláti Bowies bárust í gærmorgun.

Myndbandið er viðtal sjónvarpsstöðvarinnar MTV við Bowie sem tekið var upp á Íslandi árið 1996. Bowie spilaði á stórtónleikum í Laugardalshöll þar sem fullt var út úr dyrum.

Í myndbandinu kveðst Bowie heillaður af landi og þjóð og segir Ísland vera eins og leyndarmál. 

„Landslagið er stórkostlegt, skemmtistaðirnir, kaffihúsin, fólkið ... allt við það er draumur,“ segir Bowie meðal annars og heldur áfram að slá Íslandi gullhamra.

„Ég vil kynna ykkur fyrir Ferðamálaráði Íslands,“ segir þáttastjórnandi MTV sposkur í myndavélina og þeir hlæja báðir og Bowie setur sig í stellingar eins og fyrir auglýsingu.

„David Bowie segir: Komið til Íslands - það er ansi gott.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka