Lifrarkrabbamein banamein Bowies?

Aðdáendur tónlistarmannsins Davids Bowies hafa minnst hans um allan heim undanfarinn sólarhring en hann lést úr krabbameini í lifur á sunnudag. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af fjölskyldu hans hvaða tegund krabbameins dró hann til dauða.

Ivo van Hove, sem leikstýrði leikriti Bowies, Lazarus, sem er sýnt í New York, segir í viðtali við hollenska ríkisútvarpið, NOS, að Bowie hafi þjáðst af krabbameini í lifur. „Hann sagði mér það fyrir meira en einu ári og þremur mánuðum, eða skömmu eftir að hann frétti af því sjálfur ... hann sagði að það væri lifrarkrabbi,“ segir von Hove í viðtalinu. 

Tónleikum tileinkuðum tónlistararfi Bowies, sem búið var að ákveða að halda í Carnegie Hall í New York, verður væntanlega breytt í minningartónleika, segir í frétt Rolling Stone. Tónleikarnir fara fram 31. mars nk. og meðal þeirra sem koma fram eru Cyndi Lauper, Perry Farrell og The Roots. 

„Hann var vinur minn“

Hundruð komu saman í gærkvöldi í Brixton í suðurhluta Lundúnaborgar, þar sem Bowie fæddist, og minntust þessa merka tónlistarmanns. Eins voru blómvendir, kerti og fleiri munir tengdir minningunni lagðir fyrir utan heimili hans í New York, íbúðina þar sem hann bjó á sínum tíma í Berlín og í Los Angeles.

Mick Jagger, sem söng Dancing in the Street með Bowie árið 1985, segir í tilkynningu að David hafi alltaf veitt sér innblástur og að hann hafi alltaf verið dásamlega óskammfeilinn í starfi sínu. „Við áttum svo margar góðar stundir saman ... Hann var vinur minn. Ég mun aldrei gleyma honum.“

Auk Jaggers sendi hljómsveit hans Rolling Stones frá sér tilkynningu þar sem sveitin minnist þessa stórkostlega listamanns.

Vinirnir David Bowie og Iggy Pop 

Elton John birti á Instagram mynd af David Bowie á sínum yngri árum. Undir myndinni sendir hann Iman og fjölskyldu Bowies innilegar samúðarkveðjur. 

Debbie Harry segir að án sýnar Bowies og vinar hans, Iggys Pops, væri óvíst hvar Blondie væri í dag. Enginn vafi leiki á því í sínum huga að Bowie hafi skipt sköpum varðandi vinsældir hljómsveitarinnar.

En í Brixton og víðar í heiminum í gær var aðeins einn tónlistarmaður á fóninum á börum og veitingahúsum, David Bowie. 

Blackstar vinsælasta platan og Best of Bowie í öðru sæti

Ef litið er á vinsældalistann á iTunes trónir Blackstar á toppnum og Best of Bowie er í öðru sæti. Plata Adele, 25, er komin niður í þriðja sæti. Tvær aðrar plötur Bowies eru á topp tíu-listanum.

BBC

Rolling Stone

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka