Engin útför fyrir Bowie

Eiginkona söngvarans, Iman ásamt David Bowie á verðlaunaafhendingu árið 2005.
Eiginkona söngvarans, Iman ásamt David Bowie á verðlaunaafhendingu árið 2005. AFP

Síðastliðinn sunnudag lést söngvarinn David Bowie öllum að óvörum eftir langa baráttu við krabbamein. Að sögn Daily Mail voru líkamsleifar söngvarans brenndar í kyrrþey, en hann óskaði þess að engin útför yrði haldin.

Hvorki fjölskylda né vinir voru viðstödd, en Bowie vildi að hans yrði minnst fyrir góðu stundirnar sem hann átti með sínum nánustu, sem og tónlistarferilinn.

Tveimur dögum fyrir lát Bowies kom síðasta plata hans, Blackstar, út en segja má að hún sé hinsta kveðja söngvarans til aðdáenda hans.

Þrátt fyrir að Bowie hafi óskað þess að engin útför yrði haldin er fjöldi minningartónleika áætlaður honum til heiðurs. Þess að auki verða BRIT verðlaunin sem fara fram í næsta mánuði tileinkuð söngvaranum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka