GQ fann íslenskan Leo

Ágúst var tvítugur þegar fólk fór fyrst að gefa sig …
Ágúst var tvítugur þegar fólk fór fyrst að gefa sig á tal við hann vegna líkindanna. Hann er 32 ára í dag. Facebook/Andrea Björnsdóttir

Banda­ríska glans­tíma­ritið GQ seg­ir frá því í dag að það hafi fundið ís­lensk­an tvífara Leon­ar­do DiCaprio. Ágúst Ævar Guðbjörns­son er þó sagður síst lík­ur Hollywood-leik­ar­an­um af þeim tvíför­um sem blaðið hef­ur fjallað um, en hinir eru frá Svíþjóð og Rússlandi.

„Af hinum sænska, rúss­neska og ís­lenska tvífara er þessi ef til vill síst Leo-leg­ur. Eins og að eitt­hvað hafi borist í til­raunaglasið á DiCaprio-klón­un­ar­stof­unni - vott­ur af Jude Law; eða bara klípa af koll­vikaskalla,“ seg­ir blaðið  um Ágúst.

Með frétt­inni birt­ir GQ Face­book-færslu unn­ustu Ágúst­ar, Andr­eu Björns­dótt­ur, en hinn ís­lenski Leo kom af fjöll­um þegar mbl.is setti sig í sam­band við hann til að spyrja út í hina ný­fengnu frægð.

„Ertu að grín­ast í mér? Vá hvað ég vissi þetta ekki.. Ó mæ gad!“ sagði Ágúst og hló, þegar hann komst að því að á hann væri minnst á forsíðu netút­gáfu hins þekkta tíma­rits. „Er ég þá orðin fræg­ur?“

Í Face­book-færsl­unni seg­ist Andrea upp­lifa fjölg­un ferðamanna með þeim hætti að hún sé oft­ar beðin um að taka mynd­ir af þeim með unn­ust­an­um. Kann­ast Ágúst við þetta?

„Ég get ekki farið út að borða í Reykja­vík nema ég sé beðinn um það,“ seg­ir hann. „Ef ég fer á Lauga­veg­inn þá er ég eig­in­lega alltaf stoppaður. Það er auðvitað meira á föstu­dags- og laug­ar­dags­kvöld­um þegar fólk er búið að fá sér einn bjór, þá er það bara: „Hei, þú ert al­veg eins og Leon­ar­do DiCaprio“. Þá er komið þor í fólk, ann­ars horfa marg­ir.“

Ágúst seg­ir þó ekki um það að ræða að fólk taki hann í mis­grip­um fyr­ir leik­ar­ann og seg­ist nú bara hafa gam­an að.

En hvað finnst hon­um sjálf­um um sam­an­b­urðinn?

„Það er nátt­úr­lega svip­ur...“ seg­ir hann.

En sér hann Leo í spegl­in­um?

„Nei ekki al­veg. Ég held að ég sé of van­ur mér.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka