Undirbúa athöfn til minningar um Bowie

Fjölskylda Davids Bowies greindi frá því í gær að hún væri að undirbúa einkaathöfn þar sem tónlistarmannsins yrði minnst. Með því væru þau að fara að óskum hans um að lítið yrði gert úr dauða hans opinberlega.

Bowie, sem er einn áhrifamesti maður tónlistarsögu tuttugustu aldarinnar, lést á sunnudag eftir að hafa glímt við krabbamein í eitt og hálft ár.

Í tilkynningu sem fjölskyldan setti á Facebook síðu Bowies kemur fram að undirbúningur sé hafinn og þar verði ástkærs eiginmanns, föður og vinar minnst. Fjölskyldan ítrekar beiðni sína um að fá að syrgja í friði en þau eigi vart orð yfir það hversu þakklát þau séu fyrir þá ást og stuðning sem þau fái alls staðar að úr heiminum.

Þeir sem fara með mál Davids Bowies opinberlega neita að tjá sig um frétt Daily Mirror í gær um að hann hafi verið brenndur í New York strax eftir andlátið. Fólk náið honum segir að Bowie hafi ekki viljað að veikindi hans rötuðu í samfélags- og slúðurmiðla sem aldri þagni. 

Þess í stað hafi hann gefið út síðustu plötu sína, Blackstar, á 69 ára afmælisdaginn fyrir viku sem er einskonar lokayfirlýsing og um leið markar lok á tæplega hálfrar aldar ferils þessa þekkta tónlistarmanns.

Eða eins og ljósmyndarinn Annie Leibovitz sagði: Hann ritstýrði í raun dauða sínum (he really curated his death).

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka