Kastaði upp á tökustað

Ein af ástríðum Chris Evans er að safna hvítum Ferrari-bílum …
Ein af ástríðum Chris Evans er að safna hvítum Ferrari-bílum sem hann stillir sér hér upp við þegar tilkynnt var að hann myndi taka við sem stjórnandi Top Gear-þáttanna.

Það er ekki tekið út með sældinni að vera umsjónarmaður Top Gear eins og hinn nýi þáttastjórnandi Chris Evans komst að á dögunum.

Evans var farþegi í Audi R8 V10 ásamt samstarfskonu hans, fyrrverandi atvinnuökumanninum Sabine Schmitz. Eitthvað virðist ökulag Schmitz þó hafa farið illa í Evans, enda bað hann kollega sinn vinsamlegast um að stöðva bílinn, því hann þurfti að kasta upp. Evans náði ekki að forðast vökult auga ljósmyndara sem festi atvikið á filmu líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

Evans játaði seinna í viðtali að hann hafi átt erfitt með að fóta sig í nýju hlutverki, þegar hann lýsti fyrstu tökudögunum sem hálfgerðri eldskírn.

Evans tók við keflinu af Jeremy Clarkson, sem sagt var upp störfum eftir að hafa veist að samstarfsmanni. Fyrrverandi meðstjórnendur þáttarins, Richard Hammond og James May fylgdu Clarkson síðan yfir á Amazon, þar sem þeir stjórna nýjum bílaþætti.

Evans virtist ekki njóta ökuferðarinnar með Schmitz.
Evans virtist ekki njóta ökuferðarinnar með Schmitz. Skjáskot Daily Mail
Gera þurfti hlé á tökum á meðan Evans jafnaði sig.
Gera þurfti hlé á tökum á meðan Evans jafnaði sig. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert aldrei glaðari en þegar þú gefur þínum nánustu. Mundu að dropinn holar harðan stein. Sýndu þrautseigju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert aldrei glaðari en þegar þú gefur þínum nánustu. Mundu að dropinn holar harðan stein. Sýndu þrautseigju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Loka