Geta svartir ekki leikið?

Tvö ár í röð hefur enginn svartur leikari eða leikkona …
Tvö ár í röð hefur enginn svartur leikari eða leikkona verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hvað veldur? AFP

Cheryl Boo­ne Isaacs, for­seti Óskar­saka­demí­unn­ar, er gjörsamlega miður sín yfir því hversu lítill fjölbreytileikinn er þegar kemur að tilnefningum til Óskarsverðlaunanna í ár. Aðeins hvítir leikarar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár. Hún segir að þessu verði að breyta.

Þetta eru svipuð ummæli og hún lét falla fyrir ári síðan en þá voru all­ir tutt­ugu leik­ar­arn­ir sem voru til­nefnd­ir, bæði í aðal- og auka­hlut­verki, hvít­ir. Þá voru ein­vörðungu karl­ar til­nefnd­ir í flokk­un­um besti leik­stjór­inn og besti hand­rits­höf­und­ur­inn. 

Frétt mbl.is: Vill meiri fjölbreytileika á Óskarnum

Frétt mbl.is: Hátíð hvíta karlmannsins?

„Þetta er erfið en mikilvæg umræða og það er orðið tímabært að stórar breytingar eigi sér stað,“ segir Cheryl Boone Isaacs.

Hún segir að á sama tíma og það er mikilvægt að virða vinnu þeirra leikara sem eru tilnefndir í ár þá sé hún miður sín og vonsvikin yfir skorti á fjölbreytileika.

Hvítir gamlir karlar

Í gær greindi kvikmyndagerðarmaðurinn Spike Lee frá því að hann myndi sniðganga Óskarsverðlaunahátíðina 28. febrúar vegna þess að aðeins hvítir leikarar séu tilnefndir. Það ætlar leikkonan Jada Pinkett Smith einnig að gera. Mikil reiði var á samfélagsmiðlum í síðustu viku þegar tilnefningarnar voru birtar enda annað árið í röð sem svart fólk virðist ekki eiga upp á pallborð kvikmyndaakademíunnar. #OscarsSoWhite. 

Isaacs, sem er svört, hefur allt frá því hún tók við forsetasætinu árið 2013 reynt að þrýsta á aukna fjölbreytni við tilnefningar til Óskarsverðlaunanna en það virðist ekki hafa skilað miklum árangri í ár og í fyrra.

„Breytingarnar eru ekki að gerast eins hratt og við kjósum. Við verðum að gera meira, betur og hraðar,“ segir Isaacs.

Á sjöunda og áttunda áratugnum snérist þetta um að fá yngra fólk. Árið 2016 snýst um kynferði, kynþátt, uppruna og kynhneigð, segir hún. Alls eru sex þúsund félagar, sem allir starfa í kvikmyndaiðnaðinum, sem taka þátt í valinu en þeir eru kjörnir til þátttöku og til lífstíðar. 

Samkvæmt rannsókn sem Los Angeles Times birti árið 2012 voru tæp 94% þeirra sem koma að tilnefningunum hvítir karlar. 2% eru svartir á hörund og innan við 2% eru af rómönskum uppruna. Meðalaldur þeirra er 62 ár og 14% eru yngri en fimmtíu ára.

Hátíð hvítu liljunnar

Lee segir á Instagram að hann geti bara alls ekki stutt sýningu hvítu liljunnar. Hvernig sé það hæst tvö ár í röð að allir tuttugu leikararnir sem eru tilnefndir eru hvítir? spyr Lee. 

40 hvítir leikarar á tveimur árum, segir Lee og bætir við „Við getum ekki leikið!, segir Lee í opnu bréfi til forseta og framkvæmdarstjórnar Óskarsverðlaunanna.

Lee, sem hlaut heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni sem kvikmyndagerðarmaður og leikari, sakar forstjóra Hollywood kvikmyndaveranna um að fulltrúar minnihlutahópa sjást ekki á Óskarsverðlaunahátíðinni.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundaðu hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. Líklega kemur gæludýr á heimilið fljótlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundaðu hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. Líklega kemur gæludýr á heimilið fljótlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir