Svartir leikarar oft fengnir til að leika smáglæpamenn

Leikarinn Idris Elba benti á að svartir leikarar séu oft …
Leikarinn Idris Elba benti á að svartir leikarar séu oft fengnir til að leika smáglæpamenn. AFP

Leikarinn Idris Elba kom fram á blaðamannafundi í gær þar sem hann skaut föstum skotum að kvikmyndaiðnaðinum. Leikarinn segir að svartir leikarar séu oft fengnir til að leika smáglæpamenn, á meðan konur leika gjarnan viðföng karlmanna. Elba skoraði jafnframt á framleiðendur að endurspegla Bretland með raunsærri hætti og  gefa svörtum leikurum kost á að leika hlutverk sem ekki eru einhliða og einföld.  

„Það Bretland sem ég kem frá er farsælasta, fjölbreytilegasta fjölmenningarsamfélag í heiminum. En þú myndir ekki vita það ef þú kveiktir á sjónvarpinu“ sagði Elba í ræðu sinni líkt og fram kemur í frétt Telegraph.

„Of oft líta framleiðendur á fjölbreyttan hóp hæfileikafólks og allt sem þeir sjá eru áhættur. Litið er á svarta leikara sem áhættu, litið er á kvenkyns leikstjóra sem áhættu auk þess sem algerlega er horft fram hjá fötluðum.“

Elba sló í gegn í þáttunum The Wire áður en hann var ráðinn til að leika Luther í samnefndum breskum þáttunum.

„Ég lít ekki á mig sem svartan leikara. Ég er leikari. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref fékk ég iðulega handrit þar sem ég var beðinn um að lesa hlutverk „svarta karlmannsins“, eða „íþróttamannsins“ og það gerði mig brjálaðan. Þegar talað var um svartan karlmann í handritum var ekki verið að lýsa persónunni, einungis húðlitnum.“

Umræðan um hin hvítu Óskarsverðlaun hefur auk þess farið hátt undanfarna daga, en leikstjórinn Spike Lee og leikkonan Jada Pinkett Smith hafa bæði lýst því yfir að þau muni sniðganga verðlaunin vegna þess að allir þeir 20 leikarar sem tilnefndir eru fyrir bestan leik eru hvítir á hörund.

Frétt mbl.is: Geta svartir ekki leikið?

Frétt mbl.is: Hátíð hvíta karlmannsins?

Ræðu Elba má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundaðu hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. Líklega kemur gæludýr á heimilið fljótlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundaðu hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. Líklega kemur gæludýr á heimilið fljótlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir