„Ég stend með kollegum mínum“

Lupita Nyong'o stillir sér upp á frumsýningu Star Wars: The …
Lupita Nyong'o stillir sér upp á frumsýningu Star Wars: The Force Awakens. AFP

Mikið hefur verið rætt um einsleitnina sem einkennir tilnefningar til Óskarsverðlaunanna þetta árið. Allir þeir 20 leikarar og leikkonur sem tilnefndir eru fyrir besta leikinn eru hvítir á hörund. Þess að auki keppir hvorki kona, né þeldökkur leikstjóri, til verðlauna fyrir bestu leikstjórn.

Frétt mbl.is: Hátíð hvíta karlmannsins?

Tilnefningarnar hafa vakið mikla úlfúð og hafa verið harkalega gagnrýndar. Þá hafa leikstjórinn Spike Lee og leikkonan Jada Pinkett Smith bæði lýst því yfir að þau muni sniðganga hátíðina vegna skorts á fjölbreytileika.

Leikkonan Lupita Nyong‘o, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2014, er nýjasta stjarnan til að blanda sér í umræðuna. Nyong‘o deildi yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hún segist meðal annars vera afar vonsvikin með tilnefningarnar.

„Ég er vonsvikin að sjá skortinn á innlimum í tilnefningum til Óskarsverðlaunanna þetta árið. Þetta fær mig til þess að hugsa um ómeðvitaða fordóma og hvað það er í okkar menningu sem verðskuldar upphefð. Verðlaunin ættu ekki að segja til um hvert vægi listarinnar í samfélagi okkar er, heldur ættu þau að endurspegla það besta sem nútímalist hefur upp á að bjóða.“

„Ég stend með kollegum mínum sem kalla eftir breytingum og krefjast þess að þær sögur sem sagðar eru verði víkkaðar út og fólkið sem segir þær fái viðurkenningu fyrir störf sín.“

Frétt mbl.is: Svartir leikarar oft fengnir til að leika smáglæpamenn

Frétt mbl.is: Geta svartir ekki leikið?

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton