Heiða Rún geislaði á rauða dreglinum

Aidan Turner og Heiða Rún Sigurðardóttir stilltu sér upp á …
Aidan Turner og Heiða Rún Sigurðardóttir stilltu sér upp á rauða dreglinum. Skjáskot Daily Mail

Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún kallar sig erlendis, er að gera það gott í Bretlandi. Eins og margir vita fer Heiða Rún með hlutverk í þáttunum Poldark, þar sem hún leikur Elizabeth.

Í gær mætti hún í sínu fínasta pússi á NTA hátíðina, eða National Television Awards, sem fram fóru í London þar sem þáttaröðin Poldark var tilnefnd til verðlauna fyrir besta nýja sjónvarpsdramað.

Það voru Heiða sjálf og meðleikari hennar, Aidan Turner, sem deildu út verðlaunum, en Poldark þurfti þó að lúta í lægra haldi fyrir Doctor Foster.

Poldark hlaut fleiri tilnefningar, en Aidan Turner var tilnefndur sem besti leikari í dramaþáttum, auk þess sem hann hlaut sérstök verðlaun dómnefndar.

Frétt Daily Mail

Heiða og Aidan slógu á létta strengi þar sem þau …
Heiða og Aidan slógu á létta strengi þar sem þau kynntu verðlaunin fyrir besta, nýja sjónvarpsdramað. Skjáskot Daily Mail
Aidan Turner og Heiða Rún í hlutverkum sínum í þáttunum …
Aidan Turner og Heiða Rún í hlutverkum sínum í þáttunum Poldark. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir