Mágkona Eminem fannst látin

Fyrrverandi mágkona rapparans fannst látin í Detroit á þriðjudag.
Fyrrverandi mágkona rapparans fannst látin í Detroit á þriðjudag. Skjáskot Google

Fyrrverandi mágkona rapparans Eminem, Dawn Scott, fannst látin eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Scott var tvíburasystir Kim Mathers, barnsmóður og fyrrverandi eiginkonu rapparans.

Scott hafði lengi átt við fíkniefnavanda að stríða, en hún hafði verið heimilislaus um nokkra hríð. Daily Mail greindir frá því að lík hennar hafi fundist í hjólhýsagarði í Detroit, en hún er talin hafa látist á þriðjudag.

Eminem og Mathers ættleiddu dóttur Scott, Alaina, á sínum tíma og ólu hana upp sem sína eigin.

Eminem og Mathers gengu í hjónaband árið 1999 og skildu tveimur árum síðar. Þau giftust síðan aftur árið 2006, en hjónabandið entist einungis í fjóra mánuði.

Dawn Scott var tvíburasystir Kim Mathers, fyrrverandi eiginkonu Eminem.
Dawn Scott var tvíburasystir Kim Mathers, fyrrverandi eiginkonu Eminem. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar