„Það er bara einn Jói í Múlakaffi. Þessi gamli, sterki línumaður úr KR hefur séð um blótið í Garðabæ um árabil með glæsibrag,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Facebook-síðu sinni í kvöld.
Svo virðist sem Bjarni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skemmti sér konunglega á þorrablóti í kvöld. Þorrinn hófst í dag og þá safnast margir saman og gæða sér á súrmat.