Hótaði að yfirgefa Top Gear

Ein af ástríðum Chris Evans er að safna hvítum Ferrari-bílum …
Ein af ástríðum Chris Evans er að safna hvítum Ferrari-bílum sem hann stillir sér hér upp við.

Minnstu munaði að Chris Evans, nýr þáttastjórnandi Top Gear, hafi sagt starfi sínu lausu og gengið út. Stutt er síðan Evans tók við keflinu af Jeremy Clarkson, en aðeins eru sex mánuðir liðnir af þriggja ára samningi hans við sjónvarpsstöðina BBC líkt og fram kemur í frétt Contactmusic.

Að sögn hafði Evans fengið sig fullsaddan að afskiptasemi yfirstjórnenda sinna, auk þess sem hann er sagður hafa verið ósáttur við að fá ekki jafn mikið listrænt frelsi og fyrirveri hans.

„Chris gefst ekki auðveldlega upp en þetta var of mikið og hann fór að velta fyrir sér hvort þetta væri þess virði. Hann vann baki brotnu, en fannst nokkrir framkvæmdastjórar ekki virða viðleitni hans.“

„Þeir voru með stöðugar aðfinnslur, en það er ekki eitthvað sem Chris er vanur að glíma við. Það var endalaust verið að trufla hann þegar það eina sem hann vildi gera var að búa til gott sjónvarpsefni“ var haft eftir ónefndum heimildarmanni.

Samkvæmt frétt Contactmusic hótaði Evans að ganga á dyr ef hann fengi ekki að starfa óáreittur. Hann hefur nú fengið nýjan yfirmann, en Charlotte Moore var skipuð stjórnandi þáttagerðar á BBC.

Sýningar á nýjum Top Gear þáttum hefjast í maí.

Frétt mbl.is: Kastaði upp á tökustað

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson