Mörgu ósvarað ári síðar

Bobbi Kristina Browno g Nick Gordon
Bobbi Kristina Browno g Nick Gordon AFP

Í dag er ár síðan að dótt­ir Whitney Hou­st­on, Bobbi Krist­ina Brown, fannst meðvit­und­ar­laus í baðkari á heim­ili sínu í Atlanta. Enn er mörg­um spurn­ing­um ósvarað um þenn­an dag fyr­ir ári síðan en Bobbi Krist­ina lést í júlí, sjö mánuðum síðar. Lög­regla lauk rann­sókn á mál­inu í júní og sendi málið áfram til um­dæm­issak­sókn­ara til meðferðar.

Málið er enn „opið og í rann­sókn“ að sögn yf­ir­valda sem hafa þó lítið viljað tjá sig um rann­sókn­ina og hafa eng­ar upp­lýs­ing­ar feng­ist um hvaða próf, yf­ir­heyrsl­ur, vitni og önn­ur sönn­un­ar­gögn eigi eft­ir að fara yfir áður en ákvörðun um fram­haldið verið tek­in. 

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort að ein­hver verði ákærður í mál­inu en eng­inn hef­ur verið hand­tek­inn eða ákærður hingað til.

Kærast­inn sakaður um að bera ábyrgð

Skipta­stjóri dán­ar­bús Bobbi Krist­ina höfðaði í ág­úst mál gegn fyrr­ver­andi kær­asta henn­ar, Nick Gor­don en hann er sakaður um að bera ábyrgð á dauða henn­ar. Gor­don hef­ur sagt ákær­urn­ar „hneyksl­an­leg­ar“ og „óviðeig­andi“.

„Nick held­ur áfram að syrgja í ein­rúmi,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu lög­fræðinga Gor­don. „Fyr­ir utan það að missa ást­ina í lífi hans og hans besta vin, hef­ur hann verið gerður ómann­leg­ur af ásök­un­um sem nefnd­ar eru í mál­inu og ít­rekað end­ur­tekn­ar í fjöl­miðlum. Þrátt fyr­ir það er Nick áfram sterk­ur og þakk­lát­ur fyr­ir ást­ina og stuðning­inn sem hann hef­ur fengið frá vin­um og ókunn­ug­um.“

Frá heimili Bobbi Kristina Brown,
Frá heim­ili Bobbi Krist­ina Brown, EPA

Sak­fell­ing ólík­legri eft­ir því sem tím­inn líður

Í sam­tali við E! News sagði lög­fræðing­ur­inn Darryl Cohen að nú væri bara beðið eft­ir því hvort að sak­sókn­ari ákæri í mál­inu. Bætti hann við að því lengri tími sem líður frá at­vik­inu þar til ein­hver er ákærður, því erfiðara er að sann­færa kviðdóm um að sak­fella hinn ákærða.

„Að mínu mati myndu marg­ir setja spurn­inga­merki við þann langa tíma sem hef­ur liðið. Nema að það komi upp ein­hver sönn­un­ar­gögn eða vitn­is­b­urður sem myndi hafa mik­il áhrif. Ef ekk­ert nýtt kem­ur upp er ólík­legt að kviðdóm­ar­ar sak­felli. 

Aðspurður hvað hann haldi að taki svona lang­an tíma við rann­sókn máls­ins seg­ist Cohen ekki hafa hug­mynd. „Er rjúk­andi byssa í mynd­inni eða eru þeir að leita að vitni?“ Hann seg­ir það und­ar­legt að ekki sé búið að taka ákvörðun um ákæru, ári eft­ir að Bobbi Krist­ina fannst.

Lög­fræðing­ur­inn Rick Ryczek er ekki sam­mála og seg­ir það ekki óeðli­legt að það taki ár að rann­saka mál af þess­ari stærðargráðu. Hann á erfitt að segja til um hvort ákært verði í mál­inu eða ekki. Hann seg­ir ýms­ar mögu­leg­ar ástæður fyr­ir töf­inni en seg­ir mik­il­vægt að lesa ekki of mikið í hana. „Eitt ár er ekki óeðli­legt. Ég myndi ekki held­ur hafa áhyggj­ur eft­ir tvö ár,“ sagði Ryczek en bætti við að þá væri þó eðli­legra að hafa áhyggj­ur af gangi mála.

Hann er þó sam­mála Cohen og tel­ur að það verði erfiðara að sak­fella því lengri tíma það tek­ur að ákæra. Vitni gætu horfið og  sönn­un­ar­gögn gætu ekki leng­ur verið til staðar til dæm­is.

Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni heitinni, Whitney Houston.
Bobbi Krist­ina Brown ásamt móður sinni heit­inni, Whitney Hou­st­on. mbl.is/​Co­ver Media

Fannst meðvit­und­ar­laus í baðkari

Bobbi Krist­ina var 22 ára göm­ul þegar hún lést 26. júlí á síðasta ári. Þegar að hún fannst í baðkar­inu var Gor­don á staðnum og hafði reynt lífg­un­araðgerðir. Hún var flutt á sjúkra­húsi í Roswell í Georgíu og sett í önd­un­ar­vél og haldið sof­andi. Tím­inn leið og Bobbi Krist­ina sýndi eng­in merki um bata. Var þá ákveðið að hætta allri lækn­is­meðferð og flytja hana á líkn­ar­deild í Duluth í Georgíu þar sem hún lést.

Tæp­lega þrem­ur árum áður en Bobbi Krist­ina fannst í baðkar­inu fannst móðir henn­ar, Whitney Hou­st­on lát­in í baðkari á Bever­ly Hilt­on hót­el­inu. Þá var Bobbi Krist­ina aðeins átján ára göm­ul og leitaði hugg­un­ar hjá æsku­vini henn­ar, Nick Gor­don. Þau fóru fljót­lega að vera sam­an og trú­lofuðust í októ­ber 2012.

Þrem­ur mánuðum eft­ir að Bobbi Krist­ina lést var Gor­don gest­ur í sjón­varpsþætti Dr. Phil þar sem hann sagði frá því að hann hafi ekki fengið leyfi til að heim­sækja hana á sjúkra­húsið. Stuttu síðar fór hann í meðferð í sjö vik­ur.

Gefa ekki upp niður­stöðu krufn­ing­ar

Lok­aniður­stöður krufn­inga­skýrslu í mál­inu voru staðfest­ar 25. sept­em­ber á síðasta ári. Þar má m.a. finna niður­stöðu eit­ur­efna­prófa og dán­ar­vott­orð Bobbi Krist­ina. Í ljósi þess að rann­sókn máls­ins er enn í gangi hafa yf­ir­völd ekki viljað gefa upp hvernig hún lést sam­kvæmt krufn­inga­skýrsl­unni.

Faðir Bobbi Krist­ina, Bobby Brown, er að sögn heim­ild­ar­manna enn að jafna sig eft­ir at­vikið. Er hann sagður sjá eft­ir mörgu en sam­band hans og Bobbi Krist­ina var storma­samt. Syst­ir Brown, Leolah Brown seg­ist vera að skrifa bók um dauða frænku sinn­ar og hvað gerðist raun­veru­lega.

Um­fjöll­un E!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Reyndu að halda sambandi við vini þína jafnvel þótt vík verði í milli. Láttu stríðni annarra sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Reyndu að halda sambandi við vini þína jafnvel þótt vík verði í milli. Láttu stríðni annarra sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir