Mörgu ósvarað ári síðar

Bobbi Kristina Browno g Nick Gordon
Bobbi Kristina Browno g Nick Gordon AFP

Í dag er ár síðan að dóttir Whitney Houston, Bobbi Kristina Brown, fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í Atlanta. Enn er mörgum spurningum ósvarað um þennan dag fyrir ári síðan en Bobbi Kristina lést í júlí, sjö mánuðum síðar. Lögregla lauk rannsókn á málinu í júní og sendi málið áfram til umdæmissaksóknara til meðferðar.

Málið er enn „opið og í rannsókn“ að sögn yfirvalda sem hafa þó lítið viljað tjá sig um rannsóknina og hafa engar upplýsingar fengist um hvaða próf, yfirheyrslur, vitni og önnur sönnunargögn eigi eftir að fara yfir áður en ákvörðun um framhaldið verið tekin. 

Ekki liggur fyrir hvort að einhver verði ákærður í málinu en enginn hefur verið handtekinn eða ákærður hingað til.

Kærastinn sakaður um að bera ábyrgð

Skiptastjóri dánarbús Bobbi Kristina höfðaði í ágúst mál gegn fyrrverandi kærasta hennar, Nick Gordon en hann er sakaður um að bera ábyrgð á dauða hennar. Gordon hefur sagt ákærurnar „hneykslanlegar“ og „óviðeigandi“.

„Nick heldur áfram að syrgja í einrúmi,“ segir í yfirlýsingu lögfræðinga Gordon. „Fyrir utan það að missa ástina í lífi hans og hans besta vin, hefur hann verið gerður ómannlegur af ásökunum sem nefndar eru í málinu og ítrekað endurteknar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir það er Nick áfram sterkur og þakklátur fyrir ástina og stuðninginn sem hann hefur fengið frá vinum og ókunnugum.“

Frá heimili Bobbi Kristina Brown,
Frá heimili Bobbi Kristina Brown, EPA

Sakfelling ólíklegri eftir því sem tíminn líður

Í samtali við E! News sagði lögfræðingurinn Darryl Cohen að nú væri bara beðið eftir því hvort að saksóknari ákæri í málinu. Bætti hann við að því lengri tími sem líður frá atvikinu þar til einhver er ákærður, því erfiðara er að sannfæra kviðdóm um að sakfella hinn ákærða.

„Að mínu mati myndu margir setja spurningamerki við þann langa tíma sem hefur liðið. Nema að það komi upp einhver sönnunargögn eða vitnisburður sem myndi hafa mikil áhrif. Ef ekkert nýtt kemur upp er ólíklegt að kviðdómarar sakfelli. 

Aðspurður hvað hann haldi að taki svona langan tíma við rannsókn málsins segist Cohen ekki hafa hugmynd. „Er rjúkandi byssa í myndinni eða eru þeir að leita að vitni?“ Hann segir það undarlegt að ekki sé búið að taka ákvörðun um ákæru, ári eftir að Bobbi Kristina fannst.

Lögfræðingurinn Rick Ryczek er ekki sammála og segir það ekki óeðlilegt að það taki ár að rannsaka mál af þessari stærðargráðu. Hann á erfitt að segja til um hvort ákært verði í málinu eða ekki. Hann segir ýmsar mögulegar ástæður fyrir töfinni en segir mikilvægt að lesa ekki of mikið í hana. „Eitt ár er ekki óeðlilegt. Ég myndi ekki heldur hafa áhyggjur eftir tvö ár,“ sagði Ryczek en bætti við að þá væri þó eðlilegra að hafa áhyggjur af gangi mála.

Hann er þó sammála Cohen og telur að það verði erfiðara að sakfella því lengri tíma það tekur að ákæra. Vitni gætu horfið og  sönnunargögn gætu ekki lengur verið til staðar til dæmis.

Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni heitinni, Whitney Houston.
Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni heitinni, Whitney Houston. mbl.is/Cover Media

Fannst meðvitundarlaus í baðkari

Bobbi Kristina var 22 ára gömul þegar hún lést 26. júlí á síðasta ári. Þegar að hún fannst í baðkarinu var Gordon á staðnum og hafði reynt lífgunaraðgerðir. Hún var flutt á sjúkrahúsi í Roswell í Georgíu og sett í öndunarvél og haldið sofandi. Tíminn leið og Bobbi Kristina sýndi engin merki um bata. Var þá ákveðið að hætta allri læknismeðferð og flytja hana á líknardeild í Duluth í Georgíu þar sem hún lést.

Tæplega þremur árum áður en Bobbi Kristina fannst í baðkarinu fannst móðir hennar, Whitney Houston látin í baðkari á Beverly Hilton hótelinu. Þá var Bobbi Kristina aðeins átján ára gömul og leitaði huggunar hjá æskuvini hennar, Nick Gordon. Þau fóru fljótlega að vera saman og trúlofuðust í október 2012.

Þremur mánuðum eftir að Bobbi Kristina lést var Gordon gestur í sjónvarpsþætti Dr. Phil þar sem hann sagði frá því að hann hafi ekki fengið leyfi til að heimsækja hana á sjúkrahúsið. Stuttu síðar fór hann í meðferð í sjö vikur.

Gefa ekki upp niðurstöðu krufningar

Lokaniðurstöður krufningaskýrslu í málinu voru staðfestar 25. september á síðasta ári. Þar má m.a. finna niðurstöðu eiturefnaprófa og dánarvottorð Bobbi Kristina. Í ljósi þess að rannsókn málsins er enn í gangi hafa yfirvöld ekki viljað gefa upp hvernig hún lést samkvæmt krufningaskýrslunni.

Faðir Bobbi Kristina, Bobby Brown, er að sögn heimildarmanna enn að jafna sig eftir atvikið. Er hann sagður sjá eftir mörgu en samband hans og Bobbi Kristina var stormasamt. Systir Brown, Leolah Brown segist vera að skrifa bók um dauða frænku sinnar og hvað gerðist raunverulega.

Umfjöllun E!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar