Um þessar mundir standa yfir svokallaðir Nýdanskir dagar, en hljómsveitin hyggst halda tónleika í völdum þéttbýliskjörnum í febrúar.
Að tilefni þess ákváðu meðlimir hljómsveitarinnar að fjölmenna á skrifstofu bæjarstjóra og færa Degi B. Eggertssyni fána sveitarinnar að gjöf.
Borgarstjórinn tók glaður við fánanum og sá til þess að sveitin færi ekki tómhent heim þegar hann færði þeim fána skreyttan borgarmerki Reykjavíkurborgar í staðinn.
Greint var frá tíðindunum á síðu Reykjavíkurborgar, en myndband af atburðinum má sjá hér að neðan.