Bannað að brosa

Kardashian klanið dillar sér undir tónum Kanye.
Kardashian klanið dillar sér undir tónum Kanye. Skjáskot Daily Mail

Rapparanum Kanye West er greinilega margt til lista lagt, en í gær fór fram tískusýning í Madison Square Gardens þar sem fatalínan hans Yeezy 3 var kynnt.

Að sjálfsögðu var Kardashian/Jenner gengið allt samankomið, en West sá um að hanna klæðnað þeirra.

Fyrirsæturnar sem tóku þátt í sýningunni bera West líklega ekki vel söguna, enda er hann harður húsbóndi ef marka má frétt Daily Mail.

Þá fór hönnuðurinn fram á að fyrirsæturnar myndu ekki brosa og ekki hvísla sín á milli. Þess að auki var þeim bannað að dansa og syngja nema þeim væri heimilað það sérstaklega. Engu að síður áttu þær að vera slakar, á meðan þær stóðu beinar í baki svo eitthvað sé nefnt.

Rapparinn 50 Cent og fyrirsætan Karlie Kloss voru á meðal …
Rapparinn 50 Cent og fyrirsætan Karlie Kloss voru á meðal gesta. Skjáskot Daily Mail
Dóttir rapparans og tískuhönnuðarins, North West, var á meðal gesta. …
Dóttir rapparans og tískuhönnuðarins, North West, var á meðal gesta. Leikkonan Melanie Griffith var einnig viðstödd. Skjáskot Daily Mail
Caitlyn Jenner virtist ekki sérlega hrifin af gauðrifinni peysu sem …
Caitlyn Jenner virtist ekki sérlega hrifin af gauðrifinni peysu sem West fékk hana til að klæðast. Skjáskot Daily Mail
Khloé Kardashian mætti með Lamar Odom upp á arminn.
Khloé Kardashian mætti með Lamar Odom upp á arminn. Skjáskot Daily Mail
Fyrirsætan Naomi Campell gekk pallana fyrir West.
Fyrirsætan Naomi Campell gekk pallana fyrir West. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir