Bannað að brosa

Kardashian klanið dillar sér undir tónum Kanye.
Kardashian klanið dillar sér undir tónum Kanye. Skjáskot Daily Mail

Rapp­ar­an­um Kanye West er greini­lega margt til lista lagt, en í gær fór fram tísku­sýn­ing í Madi­son Square Gardens þar sem fatalín­an hans Yeezy 3 var kynnt.

Að sjálf­sögðu var Kar­dashi­an/​Jenner gengið allt sam­an­komið, en West sá um að hanna klæðnað þeirra.

Fyr­ir­sæt­urn­ar sem tóku þátt í sýn­ing­unni bera West lík­lega ekki vel sög­una, enda er hann harður hús­bóndi ef marka má frétt Daily Mail.

Þá fór hönnuður­inn fram á að fyr­ir­sæt­urn­ar myndu ekki brosa og ekki hvísla sín á milli. Þess að auki var þeim bannað að dansa og syngja nema þeim væri heim­ilað það sér­stak­lega. Engu að síður áttu þær að vera slak­ar, á meðan þær stóðu bein­ar í baki svo eitt­hvað sé nefnt.

Rapparinn 50 Cent og fyrirsætan Karlie Kloss voru á meðal …
Rapp­ar­inn 50 Cent og fyr­ir­sæt­an Karlie Kloss voru á meðal gesta. Skjá­skot Daily Mail
Dóttir rapparans og tískuhönnuðarins, North West, var á meðal gesta. …
Dótt­ir rapp­ar­ans og tísku­hönnuðar­ins, North West, var á meðal gesta. Leik­kon­an Mel­anie Griffith var einnig viðstödd. Skjá­skot Daily Mail
Caitlyn Jenner virtist ekki sérlega hrifin af gauðrifinni peysu sem …
Cait­lyn Jenner virt­ist ekki sér­lega hrif­in af gauðrif­inni peysu sem West fékk hana til að klæðast. Skjá­skot Daily Mail
Khloé Kardashian mætti með Lamar Odom upp á arminn.
Khloé Kar­dashi­an mætti með Lam­ar Odom upp á arm­inn. Skjá­skot Daily Mail
Fyrirsætan Naomi Campell gekk pallana fyrir West.
Fyr­ir­sæt­an Na­omi Cam­p­ell gekk pall­ana fyr­ir West. Skjá­skot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir