Þrír leikarar bætast í hópinn

Benicio Del Toro á Bafta verðlaununum.
Benicio Del Toro á Bafta verðlaununum. AFP

Leikararnir Benicio Del Toro, Laura Dern og Kelly Marie Tran munu bætast við leikarahópinn í næstu Stjörnustríðsmyndinni en tökur á henni hófust á dögunum í Lundúnum. Myndin verður frumsýnd í desember á næsta ári.

Ekki hafa verið gefnar upplýsingar um hlutverk leikaranna en samkvæmt frétt Sky News er gert ráð fyrir því að Del Toro muni leika illmenni í myndinni.

Del Toro hefur vakið athygli fyrir leik sinni í myndinni Cicario síðustu vikur en hann sló m.a. í gegn í myndinni Traffic. Dern var tilnefnd til Óskarsverðlauna á síðasta ári fyrir hlutverk sitt í myndinni Wild.

Þremenningarnir munu ganga til liðs við leikarahópinn úr síðustu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens, sem frumsýnd var í desember. Þar voru leikararnir Daisy Ridley og John Boyega í aðalhlutverkum ásamt gömlu brýnunum Harrison Ford og Carrie Fisher.

Nýlega var frumsýningu myndarinnar seinkað um sex mánuði en hún átti að vera frumsýnd 26. maí 2017. Hún verður nú frumsýnd 15. desember 2017.

Ráðningar nýju leikaranna var tilkynnt á sama tíma og stutt klippa var birt þar sem má sjá Rian Johnson, sem leikstýrir næstu myndinni, í leikstjórastólnum. Johnson ber einnig ábyrgð á handriti myndarinnar.

Daisy Ridley fer með hlutverk Rey í nýju Stjörnustríðsmyndunum.
Daisy Ridley fer með hlutverk Rey í nýju Stjörnustríðsmyndunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar