Atli fetar í fótspor James Bond

Atli Óskar (lengst til hægri) ásamt leikurunum 9 sem einnig …
Atli Óskar (lengst til hægri) ásamt leikurunum 9 sem einnig voru tilnefndir sem rísandi stjörnur ársins 2016 á Berlinale. Ljósmynd/Af Facebook síðu European Shooting Stars

Leikarinn Atli Óskar Fjalarsson var kynntur sem rísandi stjarna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín sem stendur yfir þessa dagana.

Árlega velja European Film Promotion (EFP) samtökin 10 unga og efnilega leikara og leikkonur úr hópi aðildarlanda samtakanna sem vakið hafa athygli og kynnir þá sérstaklega á Berlinale kvikmyndahátíðinni.

Í umsögn dómnefndar um Atla segir að hann hafi heillað þau með „gefandi, ljóðrænni en þó lágstemmdri frammistöðu sinni í Þröstum. Með því að leika tilfinninganæman dreng sem stendur frammi fyrir köldum og óblíðum aðstæðum sýndi Atli okkur nýja og ferska nálgun á hlutverk hins þögla draumóramanns.“

Atli Óskar stundar nám í leiklist við New York Film …
Atli Óskar stundar nám í leiklist við New York Film Academy. Ljósmynd/Af Facebook síðu European Shooting Stars

Þrestir, í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, hlaut alls 10 verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum á síðasta ári. Myndin hlaut 11 tilnefningar til Edduverðlaunanna sem afhent verða í lok mánaðarins og er Atli tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Þröstum.

Atli stundar nám í New York Film Academy og mun útskrifast þaðan á næsta ári. Atli er ekki fyrsti íslenski leikarinnar sem hlýtur útnefninguna rísandi stjarna af EFP en Hera Hilmarsdóttir var hluti af hópnum í fyrra. Ingvar E. Sigurðsson var fyrsti íslenski leikarinn sem var útnefndur sem rísandi stjarna, árið 1999. 

Dæmi um þekkta leikara sem hafa hlotið útnefninguna snemma á ferli sínum er breski leikarinn Daniel Craig, árið 2000. Atli fetar því í ekki ómerkilegari spor en sjálfs James Bond.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir