Furious 8 tekin upp við Mývatn

Ljósmynd/Birkir Fanndal

Tökur á Fast and the Furious 8 hefast á ísnum á Mývatni 14. mars samkvæmt heimildum 641.is. 

Leikstjóri myndarinnar verður Gary Gray og að vanda mun Vin Diesel fara fyrir hraðskreiðum harðhausum.

Mikill undirbúningur vegna þeirra er þegar hafinn og búið er að reisa þrjár vinnuskemmur vegna takanna. Tvær þeirra standa fyrir fram hótel Gíg og ein rétt við gamla fótboltavöllinn nálægt Álftagerði, við bakka Mývatns.

Moka þarf snjó af ísnum á Mývatni á um 40 hektara stóru svæði þar sem taka á upp atrið þar sem ekið er á ís. Ljóst er að það verk er næstum endalaust á meðan snjóar.

Samkvæmt heimildum 641.is mun einn bíll eiga að fara niður í gegnum ísinn á Mývatni í einu atriðnu og er búið að moka upp „snjóbrú“ sem liggur frá einum hól á bakka Mývatns, út á ísinn vegna þess.

Í einu atriði í myndinni á að sprengja upp ís og lengi vel reyndist erfitt að finna stöðuvatn sem var nógu djúpt, svo að það kæmi ekki bara drulla upp þegar sprengt væri. Samkvæmt heimildum 641.is er búið að finna það vatn og mun það vera Langavatn í Reykjahverfi. 

Sjá frétt 641.is í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan