„Ég nauðgaði ekki Kesha“

Dr. Luke neitar öllum ásökunum Kesha.
Dr. Luke neitar öllum ásökunum Kesha. Af Wikipedia

Dr. Luke, fyrrverandi upptökustjóri poppstjörnunnar Kesha, hefur neitað því á Twitter að hafa nauðgað söngkonunni, beitt hana andlegu ofbeldi og byrlað henni ólyfjan. Þá hefur hann einnig gagnrýnt það að „dómstóll Twitter“ hafi hafið herferð gegn sér.

Mikil reiði hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir að dómstóll í New York neitaði Kesha um lögbann á samning hennar og Dr. Luke í síðustu viku en hún sakaði hann um kynferðislega áreitni árið 2014. Samband Dr. Luke og Kesha er flókið en honum hefur verið lýst sem læriföður söngkonunnar.

Fyrri frétt mbl.is: Föst milli steins og sleggju

Lögfræðingur Dr. Luke, Christine Leprea, lýsti því yfir í gær að skjólstæðingur hennar væri saklaus og hefði ekki nauðgað söngkonunni eða beitt hana andlegu ofbeldi. Sakaði hún söngkonuna og lögfræðinga hennar um að skemma orðspor Dr. Luke. Sagði hún ásakanirnar á hendur honum lygar.

Hingað til hefur upptökustjórinn lítið tjáð sig um málið en í dag rauf hann þögnina á Twitter. Ítrekaði hann sakleysi sitt og sagði að Kesha hafi verið eins og „litla systir“ hans.

Sagði hann jafnframt að honum þætti ekki rétt að nota Twitter til þess að ræða mál sem þessi og sagði það slæmt hversu mikið fólk hefði velt sér upp úr málinu og jafnvel tekið afstöðu „hafandi svo litlar upplýsingar“.

„Ég nauðgaði ekki Kesha og hef aldrei átt við hana samærði. Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og hún var eins og litla systir mín,“ skrifaði Dr. Luke á Twitter.

„Ég á 3 systur, dóttur og son með kærustu minni og femíníska móður sem ól mig rétt upp,“ skrifaði Dr. Luke. „Það er sorglegt að hún [Kesha] hafi notað viðræður vegna samninga til þess að halda einhverju fram sem er svona hræðilegt og ósatt.“

Lepera hefur einnig haldið því fram að Kesha sé frjálst að taka upp og gefa út tónlist án aðkomu Dr. Luke óski hún eftir því. „Allar fullyrðingar um að hún sé ekki „frjáls“ eru byggðar á uppspuna.“

Söngkonan Kesha.
Söngkonan Kesha. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan