Clarkson biðst afsökunar

Jeremy Clarkson
Jeremy Clarkson AFP

Fyrrverandi stjórnandi Top Gear þáttaraðarinnar, Jeremy Clarkson, hefur beðið einn framleiðanda þáttanna afsökunar á því að hafa gefið honum kjaftshögg. Sátt hefur nást um að hann greiði fórnarlambinu 100 þúsund pund í bætur.

Oisin Tymon hóf málsókn gegn Clarkson og BBC eftir að til átaka kom á milli þeirra í mars í fyrra.

„Ég vil biðja Oisin Tymon enn og aftur afsökunar á atvikinu og því sem kom á eftir,“ segir Clarkson. Hann ítrekar að atvikið sé alfarið á hans ábyrgð og að Tymon hafi ekki átt neina sök að máli.

Clarkson var vikið frá störfum hjá BBC í kjölfar árásarinnar. Cl­ark­son og Tymon rifust í hátt í 40 mín­út­ur að sögn vitnis og Cl­ark­son á að hafa ausið yfir hann fúkyrðum áður en hann kýldi hann í and­litið. Á Cl­ark­son að hafa kallað fram­leiðand­ann meðal ann­ars „írsk­an, lat­an hálf­vita (e. lazy irish cunt).“ Rifr­ildið á að hafa byrjað eft­ir að Cl­ark­son kvartaði yfir því að ekki væri á boðstóln­um heit máltíð fyr­ir þátta­stjórn­end­urna eft­ir að þeir komu heim af krá í ná­grenn­inu. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson