Ólafur Darri ólíklegasta kyntáknið

Ólafur Darri í hlutverki Andra.
Ólafur Darri í hlutverki Andra.

Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson er í aðalhlutverki í grein á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar er honum lýst sem „stærstu stjörnu Íslands og ólíklegasta kyntákninu“. Fyrirsögn greinarinnar gefur ekkert undan en hún er „He's huge, he's hairy-and he is the hottest man in Iceland“ eða „Hann er risavaxinn, hann er loðinn- og hann er heitasti maðurinn á Íslandi“.

Blaðamaður The Guardian, Tom Seymour fer fögrum orðum um Ólaf Darra og leik hans í þáttaröðinni Ófærð, sem er nú sýnd á BBC 4 undir nafninu Trapped.

„Ólafur Darri Ólafsson er 195 cm að hæð, með skegg eins og furuskógur og göngulag skógarbjörns,“ skrifar Seymour.

Rætt er við skapara Ófærðar, Baltasar Kormák, sem segist ekki hafa viljað ráða „hefðbundna aðalhetju“ í hlutverk lögreglumannsins Andra þrátt fyrir að hafa verið undir mikilli pressu að gera það. „Ólafur Darri var alltaf mitt fyrsta val. Hann er orðinn hálfgerður Gérard Depardieu okkar Íslendinga. Konurnar hér falla í yfirlið yfir honum, hvort sem þú trúir því eða ekki.“

Að mati Seymour er frammistaða Ólafs Darra í hlutverki Andra eins eftirtektar verð og landslagið í þáttunum. Rætt er við Ólaf Darra sem lýsti því hvernig persóna Andra þróaðist. „Andri er á skrýtnum stað í lífi sínu,“ segir Ólafur Darri. „Hann er augljóslega of hæfur fyrir starf sitt sem lögreglumaður í þessum litla bæ og hann virðist ekki eiga heima þarna. En þegar morðið er framið má sjá hvernig það lifnar yfir honum.“

Seymour segir í greininni það augljóst að fortíð Andra hefur áhrif á hann og sést það í gegnum leik Ólafs Darra, þó svo að persónan segi ekki mikið. Að mati Ólafs Darra eru íslenskir karlmenn mjög lokaðir og hljóðlátir. „Þeir sýna tilfinningar mjög sjaldan,“ segir leikarinn. 

Ljóstrar hann því upp að faðir hans hafi verið hans helsti innblástur við það að þróa persónu Andra. „Ég hef aldrei séð hann gráta og hann gefur sjaldan eitthvað upp, en hann getur notað þögnina á áhrifaríkan hátt,“ segir Ólafur Darri og bætir við að hann hafi ekki sagt pabba sínum hversu mikil áhrif hann hefur haft á persónu Andra. „Ég segi honum það þegar þátturinn klárast. Ég er viss um að hann verði mjög stoltur.“

Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri og Ilmur Kristjánsdóttir.
Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri og Ilmur Kristjánsdóttir. Stilla úr Ófærð
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Ófærð.
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Ófærð. Stilla úr Ófærð
Af vef The Guardian.
Af vef The Guardian. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar