„Aldrei skammast mín jafn mikið“

Reykjavíkurdætur tróðu upp á Sónar fyrr í mánuðinu.
Reykjavíkurdætur tróðu upp á Sónar fyrr í mánuðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skiptar skoðanir hafa verið upp um atriði rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra í dægurmálaþættinum Vikunni á RÚV í gærkvöldi. Sumir hafa fagnað sveitinni og sagt atriðið mikilvægt í jafnréttisbaráttunni á meðan öðrum fannst atriðið óviðeigandi en flutt var lagið Ógeðsleg. Í atriðinu voru meðlimir sveitarinnar klæddir í sjúkrahús klæðnað og var ein þeirra með gervilim eða svokallað „strap-on“.

Mesta athygli vakti þó að leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem var gestur þáttarins, stóð upp þegar að lítið var eftir af laginu og gekk út. Á Facebook sagði leikkonan að hún hefði aldrei áður orðið vitni af þvílíkri „drullu og yfirgangi og ósmekklegheitum“.

Gagnrýndi hún sveitina og RÚV „fyrir að koma með þetta rusl í fjölskyldudagskrá á ríkissjónvarpi.“ Þá skoraði hún á fólk að lesa textann við lagið Ógeðsleg. „Oft hef ég fengið kjánahroll en aldrei skammast mín jafn mikið og nú.“

Fyndið að gefa þjóðfélagshóp alla þolinmæði pg tolerans í heimi fyrir dónaskap og ósmekklegheit bara afþví að þær eru...

Posted by Erlendsdóttir Ágústa Eva on Friday, February 26, 2016

Margir hafa þó tekið upp hanskann fyrir Reykjavíkurdætur og sagt m.a. að karlmenn hefðu getað komist upp með sömu sviðsframkomu án gagnrýni.

Rappsveitin Úlfur Úlfur, sem skipuð er tveimur karlmönnum, benti á á Twitter að  þeirra textar væru líkar grófir, án þess að þeir séu gagnrýndir fyrir það.

Ekki náðist í Gísla Martein Baldursson, stjórnanda Vikunnar eða Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrástjóra RÚV við gerð þessarar fréttar. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir
Ágústa Eva Erlendsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar