Gísli Marteinn í báðum liðum

Reykjavíkurdætur spiluðu nýverið á tónlistarhátíðinni Sónar.
Reykjavíkurdætur spiluðu nýverið á tónlistarhátíðinni Sónar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gísli Marteinn Baldursson, þáttastjórnandi  Vikunnar, hefur nú tjáð sig um atriði rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra á Twitter-síðu sinni. Mikla athygli vakti þegar leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem var gestur þáttarins, stóð upp þegar lítið var eftir af lagi sveitarinnar og gekk út.

Gísli Marteinn segir á Twitter-síðu sinni að það megi bæði vera #temaágústaeva og #teamrvkdætur. Þá segist hann sjálfur vera í báðum liðum og endar á orðunum „áfram stelpur.“

Samfélagsmiðlarnir hafa logað vegna atriðsins sem margir taka fagnandi og segja mikilvægt í jafnréttisbaráttunni á meðan öðrum fannst atriðið óviðeigandi. Sveitin flutti lagið Ógeðsleg og voru meðlimir sveitarinnar klæddir í sjúkrahúsa klæðnað en einn meðlimur sveitarinnar var með gervilim.

Frétt mbl.is - „Aldrei skammast mín jafn mikið“


Þá tjáði leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem einnig var gestur þáttarins, sig um atvikið á Twitter-síðu sinni. Þar segir hann atriðið hafa verið flott en Ágústa Eva líka átt allan rétt á að yfirgefa aðstæðurnar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar