Enginn Óskar fyrir Jóhann

Jóhann hlaut ekki Óskarinn þetta árið frekar en í fyrra.
Jóhann hlaut ekki Óskarinn þetta árið frekar en í fyrra. Photo: AFP

Tón­skáldið Jó­hann Jó­hanns­son laut í lægra haldi fyrir hinum 87 ára gamla Ennio Morricone sem vann í kvöld Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Hateful Eight. Jóhann var tilnefndur til verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario

Jó­hann var einnig til­nefnd­ur á síðasta ári fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­inni The Theory of Everything en fékk heldur ekki verðlaun­in þá. Hann fékk hins­veg­ar Gold­en Globe verðlaun­in á síðasta ári fyr­ir tónlist sína í mynd­inni. 

Þrjú önn­ur tón­skáld voru til­nefnd til Óskar­sverðlaun­anna fyr­ir bestu tón­list­ina. Thom­as Newm­an fyr­ir tón­list­ina í Bridge of Spies, Cart­er Burwell fyr­ir tón­list­ina í Carol og goðsögn­in John Williams fyr­ir tón­list­ina í Star Wars: The Force Awakens.

Sex aðrir Íslend­ing­ar hafa verið til­nefnd­ir til Óskar­sverðlauna, Friðrik Þór Friðriks­son fyr­ir Börn nátt­úr­unn­ar, Björk Guðmunds­dótt­ir og Sjón fyr­ir lagið „I’ve seen“ it all úr Dancer in the Dark, Rún­ar Rún­ars­son og Þórir Snær Sig­ur­jóns­son kvik­mynda­gerðar­menn fyr­ir stutt­mynd­ina Síðasti bær­inn og Vest­ur-Íslend­ing­ur­inn Sturla Gunn­ars­son fyr­ir Af­ter the Axe. Eng­inn Íslend­ing­ur hef­ur þó hlotið verðlaun­in til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir