Tónskáldið Jóhann Jóhannsson laut í lægra haldi fyrir hinum 87 ára gamla Ennio Morricone sem vann í kvöld Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Hateful Eight. Jóhann var tilnefndur til verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario
Jóhann var einnig tilnefndur á síðasta ári fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything en fékk heldur ekki verðlaunin þá. Hann fékk hinsvegar Golden Globe verðlaunin á síðasta ári fyrir tónlist sína í myndinni.
Þrjú önnur tónskáld voru tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu tónlistina. Thomas Newman fyrir tónlistina í Bridge of Spies, Carter Burwell fyrir tónlistina í Carol og goðsögnin John Williams fyrir tónlistina í Star Wars: The Force Awakens.
Sex aðrir Íslendingar hafa verið tilnefndir til Óskarsverðlauna, Friðrik Þór Friðriksson fyrir Börn náttúrunnar, Björk Guðmundsdóttir og Sjón fyrir lagið „I’ve seen“ it all úr Dancer in the Dark, Rúnar Rúnarsson og Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndagerðarmenn fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn og Vestur-Íslendingurinn Sturla Gunnarsson fyrir After the Axe. Enginn Íslendingur hefur þó hlotið verðlaunin til þessa.