Nokkuð týndist úr hópi íslenskra tístara eftir því sem leið á Óskarsverðlaunaathöfnina enda hófst hún klukkan hálf tvö í nótt að íslenskum tíma og lauk ekki fyrr en eftir fimm í morgun.
Frétt mbl.is: Tístland spáir í rauða dregilinn
Það var þó góður hópur metnaðarfullra Twitter notenda sem hélt áfram að tjá sig undir #óskarinn og #óskarinn2016.
Verðlaunaafhending Skósveinanna vakti nokkra lukku á Twitter en kannski ekki af þeim ástæðum sem framleiðendur Óskarsins höfðu óskað sér.
"Já Minions munu afhenda þér óskarnum"
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 29, 2016
"En...þetta er mikilvægasta stund lífs míns"
"Papoi banana"#óskarinn
Hrútar voru verðlaunaðasta mynd Eddunnar og Mad Max var verðlaunaðasta mynd Óskarsins. Fleira eiga þær varla sameiginlegt.
Mad Max eru bara Hrútar Óskarsins. #óskarinn
— Árni Vil (@Cottontopp) February 29, 2016
Klæðnaður karlstjarnanna kom sumum í opna skjöldu.
"Kann að meta þetta mörgæsaþema hjá mönnunum þarna"
— Hafþór Óli (@HaffiO) February 29, 2016
- Maðurinn sem hefur aldrei séð smóking áður#óskarinn
Aðrir klæddu sig þó upp í tilefni „dagsins“.
Er ég sá einni sem horfir á #óskarinn í jakkafötum ?!?!? pic.twitter.com/DxIM4HtPvn
— Gudni Halldorsson (@GudniKlipp) February 29, 2016
Stefin sem hljómuðu í íslensku útsendingunni á meðan á auglýsingahléi vestanhafs stóð var ekki vinsælt.
Þessi lúppaða músík í auglýsingahléunum hljómar eins og ég sé að reyna að hringja í létttilgerðarlegan Nova-notanda. #óskarinn
— Einar Sv. Tryggvason (@Einarus) February 29, 2016
Hléin glöddu þó einhverja tístlendinga.
Þakka auglýsingunum innilega fyrir tækifærið sem þau bjóða manni til að lesa öll þessi tíst. Eurovision getur lært af þessu #óskarinn
— Ragnar Eythorsson (@raggiey) February 29, 2016
Innkoma Joe Biden og Lady Gaga sem töluðu gegn kynferðisbrotum í háskólum vakti mikla ánægju og jafnvel undrun.
Varaforseti Bandaríkjanna var að hvetja alheim til að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi. Vá! 🙌🏼 #óskarinn
— Ingileif Fridriks (@ingileiff) February 29, 2016
Mér finnst magnað að Biden hafi kynnt hana og með svona ræðu. Hann er bandarískur stjórnmálamaður. Bandarískur. Stjórnmálamaður. #óskarinn
— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) February 29, 2016
Eins var alnetið ánægt með að Leonardo DiCaprio fengi loksins styttuna góðu.
Veit ekki hvor var krúttlegri í kvöld Jacob Tremblay eða Leo þegar hann tók við verðlaununum. #Oscars #oskarinn2016 #óskarinn
— Flóki Sigurjónsson (@Max_Millian107) February 29, 2016
Ég hélt því fram rétt í þessu að heimurinn væri betri staður nú þegar Leo Dicaprio á óskar. Sambýlismaðurinn efast. En ég trúi #óskarinn
— Dísa Sig (@igabod) February 29, 2016
Öllum er sama þó að Spotlight sé besta myndin, LEO FOKKING VANN #óskarinn
— Ari Páll (@aripkar) February 29, 2016
Og svo er kannski ágætt að enda þetta á góðum ostabrandara.
Þessar tilnefndu leikkonur eru allar eins og mozzarella: Mjög góðar - en Brie er bara betri. #ostadjókar4thewin #óskarinn
— Einar Sv. Tryggvason (@Einarus) February 29, 2016