Tístarar þessa lands taka hlutverk sitt alvarlega og vaka yfir Óskarsverðlaununum á meðan aðrir sofa. Þeir hafa sterkar skoðanir á klæðnaði stjarnanna, íslensku lýsendunum, kynnum E! sjónvarpsstöðvarinnar og öllu þar á milli.
Nikólína veit hvenær taka skal „hinti“.
"Do you have to go somwhere?" "No, no!" Ryan Gosling við smámælta rauða dregils kynninn. Take a hint brah #óskarinn
— Nikólína (@nikolinahildur) February 29, 2016
Árni benti á fólkið bakvið tjöldin.
The real MVP's eru makarnir sem standa eins og illa gerðir hlutir í viðtölum, fá ekki að segja neitt en er þakkað í lokin #oskarinn #Oscars
— Árni Helgason (@arnih) February 29, 2016
Jóhönnu þótti of mikið um endurtekningar.
Helka Elísabet Aðalsteinsdóttir og Andri Freyr Viðarsson hérna með ykkur í kvöld. VIÐ ERUM BÚIN AÐ NÁ ÞVÍ #óskarinn #rúv
— ✨Jóhanna✨ (@johannathorgils) February 29, 2016
Dregillinn sýnir meira en bara kjólana.
Það kemur mér 0 á óvart að Whoopi Goldberg sé með risastórt handrukkaratattú. #oskarinn #Oscars
— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) February 29, 2016
Rétt eins og í upphafsatriði Söngvakeppninnar virðist vanta mikilvæg andlit á rauða dregilinn.
Hvar er Jennifer Lawrence, Brangelina og og og ... #óskarinn
— María Einarsdóttir (@majae) February 29, 2016
Og allir virðast sammála um að besta leikara parið sé ekki raunverulegt par.
Að sjá Kate og Leo saman !! Fallegustu vinir i heimi #óskarinn pic.twitter.com/jS8T5Fxtbz
— Brynhildur Hrund (@brynhildurhrund) February 29, 2016