Áhorfið ekki verið minna í átta ár

Brie Larson fékk Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Room
Brie Larson fékk Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Room AFP

Sjónvarpsáhorfið á nýjustu Óskarsverðlaunaafhendingu var í sögulegu lágmarki í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Aðeins í kringum 34,3 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á verðlaunaafhendinguna í beinni sjónvarpsútsendingu, en áhorfið hefur ekki verið minna í átta ár og er með því minnsta sem þekkist í sögu verðlaunanna.

Samkvæmt frétt BBC er talið að skýra megi lítið áhorf með því að ýmsir höfðu hvatt almenning til að sniðganga verðlaunin. Þeirra á meðal var mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton sem hvatti almenning til að horfa ekki til þess að mótmæla því að annað árið í röð væri enginn í hópi tilnefndra verðlaunahafa dökkur á hörund.

„Áhorfstölurnar benda til þess að málflutningur okkar hafi haft áhrif þrátt fyrir háðsglósurnar sem mótmælin fengu,“ er haft eftir Sharpton í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir